is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18888

Titill: 
  • Vinsældir og félagsfærni barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir foreldrar sjá fyrir sér að barnið þeirra muni eignist vini sem verða því samferða og deila mikilvægum áföngum í lífi þess, en sú verður ekki alltaf raunin. Markmið ritgerðar er að skoða tengsl vinsælda og félagsfærni barna við skapgerð, uppeldi og samskipti þeirra við foreldra. Viðfangsefnið er brýnt því félagsleg einangrun barna getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Í ritgerðinni er útlistað hvað einkennir vinsæl og félagsfær börn samkvæmt kenningum og rannsóknum, hvaða þættir geta ýtt undir félagsfærni. Fjallað er um tengsl skapgerðar og vinsælda og um börn sem lenda utan félagahópsins. Helstu niðurstöður eru þær að börn sem sýna einkenni viðkunnanleika og úthverfu eru líklegust til þess að njóta vinsælda og hafa góða félagsfærni. Sú færni byggir meðal annars á þroska siðferðisvitundar og hæfninni að setja sig í spor annarra. Þeir þættir í sambandi foreldra og barna sem stuðla að aukinni félagsfærni eru myndun öruggra geðtengsla, foreldrar beiti leiðandi uppeldisháttum, séu virkir í lífi barna sinna og að hlýja ríki í samskiptum foreldra og barna. Afleiðingar þess að lenda utan hópsins geta verið þunglyndi, kvíði og tilraun til sjálfsvígs. Niðurstöðurnar má nýta til þess að upplýsa foreldra og aðra sem vinna með börnum svo unnt sé að stuðla að jákvæðum samskiptum milli barna og koma í veg fyrir að börn stuðli að einangrun annarra barna.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerd_Agnes_Sif_Agnarsdottir.pdf684.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna