is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18890

Titill: 
  • Haute Couture : deyjandi list í nútíma neyslusamfélagi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Haute couture er list sem fáir hafa aðgang að og mögulega munu fæstir almennir borgarar nokkurn tíma fá að komast í snertingu við.
    Áhyggjuefni er að með aukinni fjöldaframleiðslu á fatnaði og fylgihlutum, muni neyslusamfélagið sem við lifum í stuðla að því að listsaumur og það vandaða handverk sem tilheyrir hátískunni, deyji út. Á þeim krepputímum sem við höfum þurft að upplifa síðustu ár, hefur hátískan (haute couture) átt erfitt uppdráttar. Viðreisnarvonin virðist vera tiltölulega nýlegur viðskiptahópur sem heldur lífi í listinni, allavega í bili. Efnahagur heimsbyggðarinnar mun hugsanlega ráða því hvort listhandverkið í hátískunni muni lifa af.
    Með þeirri öflugu tækniþróun sem á sér stað í textílheiminum virðist handverkið sífellt ónauðsynlegra, og ef til vill of dýrt í framleiðsluferlinu. Oftar en ekki eru haute couture tískusýningar notaðar sem ímynd og auglýsing fyrir tískuhúsin, en það eru örfáir sem virkilega hafa efni á því að versla hátískuvöru. Neyslusamfélagið kallar á hraða og endurnýjun, flestir vilja eignast meira og meira á sem skemmstum tíma og þar af leiðandi verða tískusveiflurnar sífellt örari. Neytendur verða einnig ósjálfrátt kaupglaðari og framleiðendur vilja eingöngu framleiða og selja vörur í sem mesta magni, þannig verður markaðurinn einsleitur og lítið um listræna nálgun.
    Við gerð ritgerðarinnar tók ég viðtal við tvo af okkar góðu hönnuðum sem hafa mikla reynslu og þekkingu á hátísku umhverfinu, en það eru þær Thelma Björk Jónsdóttir og Helga Bjornsson.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haute Couture- Deyjandi list í nútíma neyslusamfélagi.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna