is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18899

Titill: 
  • Sjálfstraust og sjálfsmynd unglinga : hvernig getur sjálfstraust og sjálfsmynd haft áhrif á líðan unglinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu verki er fyrst og fremst að efla og styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust unglinga. Hugmyndin var um leið að búa til handhægt efni fyrir tómstundafræðinga og aðra sem starfa með unglingum. Handbókin er hugsuð sem stuðningur við tómstundafræðinga sem hafa oft það hlutverk að leiðbeina og efla unglinga sem eru oft með lélegt sjálfstraust og neikvæða sjálfsmynd. Bókin hefur að geyma fræðsluefni um sjálfsmynd og sjálfstraust unglinga frá 12 til 16 ára aldurs. Einnig er möguleiki á að útfæra hana fyrir annan aldur. Hún inniheldur ýmis verkefni og leiðir til þess að vinna með þennan aldursflokk. Þar eru ýmsar leiðbeiningar fyrir tómstundafræðinga, útskýringar á uppbyggingu bókarinnar, hvernig tómstundafræðingurar geta kynnt sér efnið og hvernig hann getur miðlað því áfram til unglinganna. Kaflinn meðal annars um sjálfið, sjálfstraust, sjálfsvirðingu, sjálfsmynd, sjálfsálit, fjallar um það hvernig hægt er að byggja upp sjálfstraustið og sjálfsmyndina eftir erfiða reynslu svo sem áföll, einelti eða sorg. Einnig er fjallað um eflingu sjálfstraustsins, sjálfsvirðingarinnar og sjálfsmyndarinnar. Þá eru ýmis verkefni sem unnin eru í tengslum við aðra kafla bókarinnar eða þau eru sjálfstæð.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sjálfstraust og sjálfsmynd unglinga- lokaeintak.pdf943.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna