is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18900

Titill: 
  • Við gerum það saman : greinargerð með námskeiði
  • Við gerum það saman : námskeið fyrir foreldra sem vilja koma í veg fyrir að börn sín lendi í einelti eða styrkja börn sín til að takast á við eineltisaðstæður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er til B.A. – gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að útbúa námskeið sem inniheldur fræðslu, æfingar og aðferðir fyrir foreldra sem vilja koma í veg fyrir að börn sín lendi í einelti eða til styrkja börn sín í að takast á við eineltisaðstæður. Verkefnið skiptist í námskeið og greinargerð. Námskeiðið sjálft er byggt upp í fimm þáttum þar sem ákveðið efni er tekið fyrir í hvert skipti. Námskeiðinu fylgir greinargerð þar sem gerð er grein fyrir fræðilegri tenginu við þá þætti er námskeiðið hvílir á. Mikil vitundarvakning hefur verið í samfélaginu um einelti síðustu ár. Allir þeir aðilar er starfa með börnum og unglingum verða að standa saman til að koma í veg fyrir einelti. Á sama tíma þurfa foreldrar að átta sig á hversu mikilvægu hlutverki þeir gegna í lífi barna sinna. Foreldrar þolenda geta haft mikil áhrif á hegðun og atferli þeirra. Markmið námskeiðsins er því að veita foreldrum árangursríkar lausnir og aðferðir sem börn þeirra geta beitt til að draga úr eða koma í veg fyrir einelti. Ekki er til námskeið af þessu tagi á Íslandi, eftir því sem vitað er og því hefur námskeiðið alla burði til að vera mikilvæg viðbót við þær aðferðir sem til eru í dag.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinagerð.pdf627.55 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Námskeið.pdf921.57 kBLokaður til...31.05.2134NámskeiðPDF