is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18917

Titill: 
  • Sýn þroskaþjálfa á hegðunarvanda nemenda í grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð hefur þann tilgang að skoða sýn þroskaþjálfa á hegðunarvanda nemenda í grunnskólum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekið var viðtöl við fjóra þroskaþjálfa sem starfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að varpa ljósi á þau störf sem þroskaþjálfar starfa í grunnskólum og fá fram dýpri skilning á viðhorfum og sjónarhornum þroskaþjálfa þegar kemur að starfi þeirra með nemendum með hegðunarvanda.

    Niðurstöður okkar benda til að hegðunarvandi er algengur í grunnskólum og oftar en ekki koma þroskaþjálfar að þessum nemendum. Hlutverk þroskaþjálfa gagnvart þessum hópi nemenda er fyrst og fremst að stuðla að jákvæðari skólagöngu og vellíðan. Jákvæð viðhorf gagnvart þeim nemendum sem sýna erfiða hegðun í skólum er mjög mikilvægur þáttur að mati þroskaþjálfanna. Huga þarf að því að gefa nemendum tækifæri til þess að kynna sig og starfsfólk þarf að gæta þess að mynda sér ekki fyrirfram gerðar skoðanir á nemendum sem sína erfiða hegðun. Það er okkar mat að fagþekking þroskaþjálfa er mikilvæg viðbót við þá þekkingu sem er til staðar í grunnskólum. Í dag er fjölbreyttur hópur nemenda innan hins almenna grunnskóla og það kallar á fjölbreyttari þekkingu og fleira fagfólk.
    Við teljum að niðurstöður okkar vera góða viðbót við þá þekkingu sem er til staðar um aðstæður nemenda með sérþarfir og það sé þörf á því að auka skilning og þekkingu á því hvernig hægt sé að koma betur til móts við nemendur með hegðunarvanda í grunnskólum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA SKIL TELMA 5 Maí!.pdf910.31 kBOpinnPDFSkoða/Opna