is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18923

Titill: 
  • Skapandi hópverkefni 2014 : Brúðuleikhúsið Von og Trausti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samskipti meðal barna og unglinga voru í brennidepli hjá þeim 16 manna nemendahópi sem valdi að vinna að skapandi hópverkefni sem sínu lokaverkefni til B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum vorið 2014. Hópurinn skiptist niður í smærri hópa þar sem viðfangsefnið var annars vegar neteinelti og hins vegar samskipti bekkjarfélaga á yngsta stigi grunnskóla. Afraksturinn er fræðslumynd um neteinelti, kennsluefni um samskipti í formi brúðuleikhúss um Von og Trausta sem og vefsíður með fjölbreyttu efni fyrir foreldra, kennara, börn og unglinga. Hvoru verkefni fylgir skýrsla þar sem lýst er fræðagrunni og hvernig skapað var út frá honum. Skapandi hópverkefni er aðgengilegt á vefnum á http://skrif.hi.is/skapandihopverkefnibed/. Hópurinn sem vann að kennsluefni í formi brúðuleikhúss lagði upp með að skoða samskipti bekkjarfélaga á yngsta stigi grunnskóla. Tekin voru fyrir málefni sem upp geta komið í daglegu lífi barna. Unnir voru fimm þættir af brúðuleikhúsinu Von og Trausti og vefsíða sett upp. Þar er hægt að nálgast þættina, kennsluleiðbeiningar og annað efni sem tengist verkefninu. Efninu er ætlað að vera kveikja að umræðum sem leiða til góðra samskipta nemanda á yngsta stigi. Vefsíða hópsins er: http://skrif.hi.is/vonogtrausti.

Athugasemdir: 
  • Greinargerð með vefsíðu
Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð-Brúðuleikhúsið Von og Trausti - lokaverkefni B.pdf414.38 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna