is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18937

Titill: 
  • Hin flóknu breytingaár : unglingsár og miðaldur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að komast að hvort breytingar unglingsáranna hefðu áhrif á líðan foreldra. Eitt af þeim tímabilum uppeldis sem foreldrar hafa oft áhyggjur af eru unglingsárin. Áður var talið að stormasöm samskipti foreldra og barna þeirra væru hluti af því að barnið fullorðnaðist en rannsóknir tuttugustu aldar hafa afsannað þær hugmyndir. Þrátt fyrir það er þetta enn tímabil sem foreldrar hafa áhyggjur af. Samspil breytinga hvort tveggja hjá foreldrum og unglingum geta verið orsakavaldar þess að óróleiki myndast innan fjölskyldna á þessum tíma. Þær breytingar sem unglingurinn er að ganga í gegnum geta ýtt undir einkenni miðaldurs hjá foreldrum eins og sjálfsskoðun og endurmat á eigin lífi. Ef foreldrar eru ekki sáttir við eigið líf og hverju þeir hafa áorkað getur það haft áhrif á samskipti við unglinginn. Það er mikilvægt fyrir fagaðila sem koma að málefnum unglinga að skoða það samspil sem samskipti foreldra og barna þeirra geta falið í sér.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hin flóknu breytingaár.pdf676.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna