is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18955

Titill: 
  • Áhættuþættir einhverfurófsins : hvað þarf fagfólk að hafa í huga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að varpa ljósi á mikilvægi þess að skólinn og fagfólk hafi þekkingu og skilning á áhættuþáttum einhverfurófsins. Oft hefur verið skrifað um þjálfunaraðferðir sem virkað hafa vel þegar unnið er með einhverfum einstaklingum. Ekki hefur verið mikil umfjöllun um þá þætti einhverfurófsins sem geta valdið miklum erfiðleikum í lífi einstaklinga sé þeim ekki mætt. Farið verður sérstaklega yfir réttindi einhverfra einstaklinga innan skólakerfisins og yfit þær faglegu skyldur sem skólinn ber á herðum sér. Tilgangur verkefnisins er að vekja fagfólk til umhugsunar um einhverfa einstaklinga þar sem það má áætla að hver og einn kennari muni sinna einhverfum einstaklingi nokkrum sinnum yfir sinn starfsferil. Gagnaöflun sem beitt var við skrif þessarar ritgerðar var eigindleg rannsókn sem byggir á opnum viðtölum við einstaklinga sem starfa náið með einhverfum einstaklingum, foreldra einhverfra barna og viðtölum við einhverfa einstaklinga. Í rannsókninni kom í ljós hversu mikilvægur skilningur almennings á einhverfu er. Fólk sem vinnur innan skólanna þarf að vera sérstaklega vel að sér þegar kemur að þekkingu á skynúrvinnslu og fleiri þáttum sem tengjast einhverfurófinu ásamt því að vera tilbúið að mæta hverjum og einum einstaklingi á sínum forsendum. Farið verður í áður lítt þekkta áhættuþætti í ljósi þess að einstaklingar á einhverfurófi er stækkandi hópur hér á landi; hópur þar sem fleiri fá greiningar en áður, en þar er um að ræða hóp fólks sem líklega var áður fyrr talinn sérlundaður.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Sigrún Gyða.pdf493.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna