is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18958

Titill: 
  • Auglýsingamiðlar á Íslandi : standa stafrænir og hefðbundnir auglýsingamiðlar jafnfætis í íslensku markaðsstarfi þegar kemur að skilvirkni skilaboða og marktækni?
  • Titill er á ensku Advertising media in Iceland : are digital media and traditional media equal in Icelandic marketing when it comes to message efficiency and significance?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Val á réttum auglýsingamiðlum er grundvallaratriði til að ná til réttra markhópa á réttum stað á réttum tíma og í fjölbreyttu markaðsumhverfi nútímans þarf markaðsfólk sem aldrei fyrr að vera á tánum þegar kemur að vali á réttum miðlum. Tilgangur þessa verkefnis er að veita innsýn inn í notkun íslenskra fyrirtækja á auglýsingamiðlum, hvernig þeir eru valdir og hvort stafrænir og hefðbundnir auglýsingamiðlar standi jafnfætis á Íslandi þegar kemur að skilvirkni skilaboða og marktækni. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir í formi þriggja viðtala við fagmenn á sviði markaðssetningar og birtinga en einnig var notast við niðurstöður úr eigindlegri rannsókn Capacent meðal markaðsstjóra á Íslandi.
    Helstu niðurstöður voru þær að stafrænir og hefðbundnir auglýsingamiðlar standa ekki jafnfætis í íslensku markaðsstarfi. Kostir þeirra eru ólíkir og þeir virðast ná til mismunandi hópa. Þrátt fyrir að jafnvel sé mögulegt að senda út sömu skilaboð á allflestum miðlum er nauðsynlegt að aðlaga skilaboðin hverjum miðli fyrir sig til að hámarka árangur auglýsinga.
    Lykilhugtök: Markaðssetning, hefðbundnir auglýsingamiðlar, stafrænir auglýsingamiðlar, markhópar, kaupákvörðunarferli, samhæfð markaðssamskipti, söluráðar, birtingar, spurningakönnun, viðtöl.

  • Útdráttur er á ensku

    Choosing the appropriate advertising media is one of the key factors when it comes to reaching the right target groups at the right place, at the right time and in the variety of modern marketing environment marketers need more then ever to be on top of things when choosing the appropriate media. The purpose of this thesis is to review how Icelandic companies use advertising media, how they choose them and if digital media and traditional media are equal in Iceland when it comes to message efficiency and significance. The research used qualitative methods, three interviews with professionals in marketing and media planning, but it also reviews a quantitative reasearch from Capacent, made among marketing managers in Iceland.
    The main findings were that digital media and traditional media are not equal in marketing in Iceland. The pros of these media are different and they seem to reach different groups. Despite the fact that it’s possible to send out the same messages on most types of media it is neccesary to adjust the messages to each type to maximize results of the advertisements.
    Keywords: Marketing, traditional advertising media, digital advertising media, target groups, buying decision process, integrated marketing communication, The Four P’s, media planning, questionnaire, interviews.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18958


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs_lokaverkefni_sigthor_arnason.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna