is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18961

Titill: 
  • Barnið sem leikur og lærir : kennslufræðilegur leikur á yngsta stigi grunnskólans með áherslu á stærðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa lokaverkefnis er að sýna fram á kosti þess að nota leik í stærðfræðinámi barna á yngsta stigi grunnskólans. Við teljum að með því að nota leik í náminu stuðli það að samfellu í námi barna. Leikur er börnum eðlislægur og ætti hann þannig að auðvelda flutning á milli leikskóla og grunnskóla þar sem þau eru vön leik í leikskólanum. Leik má nota í kennslufræðilegum tilgangi og hentar hann vel í stærðfræðinámi ungra barna þar sem mikilvægt er að kenna stærðfræði á fjölbreyttan hátt í gegnum lifandi viðfangsefni. Þannig er líklegra að börnin skilji það sem þau fást við í stað þess einungis að reikna dæmi í bókum. Máli okkar til stuðnings munum við fjalla um kenningar þeirra Lees Vygotsky og Johns Dewey en báðir lögðu þeir áherslu á leik sem mikilvægan þroskaþátt í lífi barna. Dewey er einnig þekktur fyrir áherslu sína á samfellu í námi barna og er talsvert fjallað um hana í ritgerðinni. Í lok ritgerðarinnar munum við svo fjalla um hvernig kenna má stærðfræði í gegnum leik á yngsta stigi grunnskólans og munum við þar koma með dæmi að leikjum sem henta í stærðfræðikennslu í fyrsta bekk og uppfylla hæfnimarkmið Aðalnámskrár grunnskóla. Við vonum að þetta verkefni geti nýst bæði kennurum og verðandi kennurum á yngsta stigi grunnskólans.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. ritgerðin.pdf464.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna