is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19010

Titill: 
  • Vitsmunalegar kröfur námsefnis í upprifjunaráföngum framhaldsskóla í stærðfræði : greining á stærðfræðilegum viðfangsefnum í námsefni upprifjunaráfanga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til er leiðarvísir fyrir greiningu á vitsmunalegum kröfum stærðfræðilegra viðfangsefna sem Stein og Smith settu fram. Tvær kennslubækur sem framhaldsskólar eru að nota í upprifjunaráföngum í stærðfræði voru greindar samkvæmt þessum leiðarvísi. Fjallað er um helstu greiningarviðmið sem sett hafa verið fram um vitsmunalegar kröfur og rökstutt af hverju þessi tiltekni leiðarvísir var valinn. Kenningar Stein og Smith eru bornar saman við áherslur Aðalnámskrár framhaldsskóla um stærðfræðinám. Spurningar eru settar fram um hvort kennsla í upprifjunaráföngum samræmist kröfum aðalnámskráa og ástæður þeirra vangaveltna nefndar. Meginspurningin er hvort námsefni í upprifjunaráföngum framhaldsskóla í stærðfræði sé í takt við nýlegar rannsóknir á fræðasviðinu um viðfangsefni sem leiða til aukins námsárangurs. Heimildir eru fyrir því að viðfangsefni með miklar vitsmunalegar kröfur leiða til meiri námsárangurs. Rannsóknin leiðir í ljós að mikill meirihluti stærðfræðilegra viðfangsefna sem greind voru, eða um 75-90% að jafnaði, gera litlar vitsmunalegar kröfur til nemenda. Meiri áhersla er lögð á þjálfun og æfingu í að muna aðferðir fremur en að setja nemendum krefjandi verkefni sem reyna á skilning og vitsmuni. Lagt er til að tími sé kominn á endurskoðun á stærðfræðinámsefni á framhaldsskólastigi. Algengt er að boðið sé upp á 25 ára gamlar kennslubækur handa nemendum sem ekki hafa blómstrað í stærðfræðinámi í grunnskólagöngu sinni.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BEd - Jóhann Örn [COMPLETE].pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna