is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19011

Titill: 
  • Útvistun í steypuskála Alcoa Fjarðaáls
  • Outsourcing in casthouse Alcoa Fjárðaáls
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna kosti og galla útvistunar í steypuskála Alcoa Fjarðaáls. Frá upphafi reksturs verksmiðjunnar á Íslandi hefur útskipunarferli verið útvistað til Eimskipafélags Íslands. Rannsóknarspurningar verkefnisins byggja á því að svarað sé annars vegar út frá rekstrarlegum samanburði eiginframkvæmdar við kostnað útvistunarsamnings við Eimskip og hins vegar almennt um kosti og galla samningsins.
    Við vinnslu verkefnisins var stuðst við megindlegar og eigindlegar aðferðir. Hálfopin viðtöl voru framkvæmd við stjórnendur Alcoa Fjarðaáls um málefnið og þeirra sýn á útvistunina. Öflun tölulegra gagna frá rekstri og samningum Alcoa Fjarðaáls voru forsendur útreiknings á eiginframkvæmd samanborið við núverandi samningsverð Eimskips. Framkvæmd var vettfangsrannsókn út frá áherslum straumlínulögunar ferlisins og mannaflaþörf skilgreind.
    Niðurstöður verkefnisins benda til tækifæra sem getur komið Alcoa Fjarðaáli til hagsbóta með breyttu fyrirkomulagi á mannafla og samnýtingu annarra ferla. Heildarsparnaður þeirra tækifæra getur verið umtalsverður. Kostir og gallar útvistunar geta vegið misþungt, hvort sem það er í starfsmannamálum, þekkingu, flækjustigi ferlisins, fákeppni eða rekstrarlegum niðurstöðum en áherslur og stefnur fyrirtækja hafa þar mikið að segja um heildarmat á útvistuninni.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2022
Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Davíð Þór Sigurðarson.pdf4.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna