is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19038

Titill: 
  • Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar : kennsla og skapandi nám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað er um nemendur með ADHD og hvernig nám þeirra fellur að stefnu stjórnvalda um skóla án aðgreiningar. Könnuð er staða þeirra í skólastarfi með tilliti til þess stuðnings sem þeir fá og hvaða þjónusta þeim býðst. Fjallað er um fylgiraskanir með ADHD og lyf sem standa þessum einstaklingum til boða. Þá var rýnt í viðhorf kennara gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar. Fjölbreyttum kennsluaðferðum er lýst og þá sérstaklega kennsluaðferðum leiklistar, en rannsóknir hafa sýnt að aðferðir leiklistar í kennslu hafa skilað betri námsárangri ásamt betri líðan. Þessar kennsluaðferðir eru því gagnlegar fyrir þessa nemendur og ef til vill ekki nýttar nægilega vel í skólastarfi. Leiklist felur í sér þverfaglega nálgun á viðfangsefni sem veitir nemendum tækifæri til að tjá sig á heildrænan máta, lifa sig inn í ímyndaðar aðstæður, öðlast dýpri skilning á eigin viðhorfum og tilfinningum og auðveldar þeim að setja sig í annarra spor, allir þessir þættir gagnast nemendum með ADHD sérlega vel. Stuðst er við skrif fræðimanna, rýnt er í kannanir og stefnulýsingar skóla án aðgreiningar ásamt því að skoða skrif og handbækur um skapandi nám og leiklistarkennslu.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAÚTGÁFA SÓLVEIG KANTHI.pdf321.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna