is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19061

Titill: 
  • Erum við það sem við borðum? : um einhverfu og áhrif mataræðis á einhverfueinkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þar sem algengi einhverfu hefur farið ört vaxandi hefur rannsóknum einnig fjölgað á því sviði. Breytingar á mataræði einhverfra barna hafa verið vinsælar meðal foreldra, þrátt fyrir að niðurstöður viðurkenndra rannsókna á þeim efnum hafi ekki staðfest að mataræði hafi bein áhrif á einhverfu. Þó hafa margir foreldrar einhverfra barna greint frá því að einkenni einhverfu hafi minnkað þegar börnin fóru að fylgja ákveðnu mataræði og það hafi haft jákvæð áhrif á börnin. Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða með hvaða hætti mataræði hefur áhrif á einkenni einhverfu. Þar að auki velti ég fyrir mér ástæðum þess að foreldrar einhverfra barna ráðist í breytingu á mataræði barna sinna og fjalla í því samhengi um sorgarferli foreldra þegar þeim verður upplýst um fötlun barns síns og bjargráð sem þeir nýta sér jafnan á þeim tímum. Niðurstöðurnar benda til þess að jákvæð áhrif breytinga á mataræði einhverfra barna séu til komin vegna heilbrigðari lífstíls fjölskyldna sem eru að huga að mataræði, ásamt auknu skipulagi á heimilinu og reglufestu sem fylgir í kjölfarið. Með þessa þætti í huga verður betur hægt að koma til móts við fjölskyldur einhverfra barna.

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SnidmatA4 Einhverfaogmataræði.pdf511.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna