is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19075

Titill: 
  • Sköpunarkrafturinn : aðferðarfræði sem kveikir í manni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til eru menn sem telja að ekki sé hægt að kenna húmorslausri manneskju að að vera fyndin. Getur það þá verið að einhvern veginn sé hægt að kveikja í sköpunarkraftinum þeirra sem telja sig ekki vera skapandi? Í þeim skapandi heimi sem við búum í, þar sem listin og lífið flæðir saman, þótti mér viðeigandi að skoða hugtakið sköpun og í hverju það fellst að vera skapandi. Jafnfram að skoða hvaða aðferðir menn notast við til þess að auka við hin margrómaða sköpunarkraft. Við rannsóknina kvikknuðu margar spurningar sem leiddu mig á ótroðnar slóðir. Spurningar eins og er hægt að skapa eitthvað úr engu eða er aðeins hægt að skapa úr því sem fyrir er? Er sköpunarkrafturinn eitthvað sem aðeins sumir búa yfir eða eru til aðferðir til þess að virkja eða auka þennann kraft? Öllum þessum spurningum var leitst við að svar með fjölmörgum fjölbreyttum fræðibókum og myndböndum sem finna má internetinu og snerta á viðfangsefninu, allt frá heimspekilegum og vísindalegum hugmyndum yfir í hugleiðingar hönnuða um sköpun og aðferðarfræði til þess að skapa. Sköpun var eitthvað sem menn töldu að væri gert, en í dag er hún skilgreind sem aðgerð, ferli þar sem fjölmargir þættir vinna saman. Kraftur sem allir menn geta hafist handa við að þjálfa með ákveðnum aðferðum eins og „skapandi umbreytingu“ og tilheyrandi hugsana tólum, til þesss að leysa þaug fjölmörgu vandamál sem við stöndum frammi fyrir, eins og Yogi Beer sagði „Framtíðin er ekki það sem hún var.“

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sköpunarkrafturinn.pdf522.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna