is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19078

Titill: 
  • Kortagerðamaðurinn og teiknarinn Samúel Eggertsson : myndrænar upplýsingar í þágu þjóðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samúel Eggertsson (1864-1949) var skrautskrifari, teiknari, kortagerðarmaður, vísindamaður og barnakennari við upphaf tuttugustu aldar. Hann ólst upp hjá fátækri fjölskyldu á Rauðasandi og hafði lítil sem engin tækifæri til menntunar. Hann gerði sér þó ávalt grein fyrir mikilvægi menntunar og þekkingar sem endurspeglast í verkum hans. Hann var sjálfmenntaður að öllu leyti, fyrir utan þau tvö ár sem hann gekk í Búnaðarskólann í Ólafsdal, en var þó sérfræðingur á hinum ýmsu sviðum, en meðal nokkurra mætti nefna sögu Íslands, veðurfræði, stjörnufræði og landafræði. Samúel flutti til Reykjavíkur 1909 og sinnti hann þá ýmsum störfum ásamt því að kenna. Hann gaf út eigin póstkort, teiknaði Íslandskort til notkunar í skólum og gaf út bókina Saga Íslands árið 1930. Í ritgerðinni verður skoðað hvernig samtími Samúels hafði áhrif á hann og verður leitt í ljós að bæði sjálfstæðisbarátta Íslendinga og vísindahyggja nítjándu aldar mótuðu mjög verk Samúels og framsetningu hans á þeim. Nær öll verk hans miða að því að fræða þann sem þau skoðar ásamt því að stuðla að sterkari sjálfsmynd Íslendinga. Í ritgerðinni verður rýnt í lífshlaup Samúels, samtími hans skoðaður ásamt örlitlu ágripi um kortasögu og tilgang korta og að lokum eru verk hans greind. Stuðst er við ýmsar greinar skrifaðar ýmist af samtímamönnum Samúels um hann eða greinar eftir hann sjálfan, ásamt bókum um samtíma hans og kortagerð. Einnig var viðtal tekið við barnabarn Samúels til að dýpka sjónarhornið á ævi hans

Samþykkt: 
  • 19.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigridurHuldaSigurdardottir.pdf2.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna