is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19097

Titill: 
  • Leiðir að læsi í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverefni til B.Ed.-gráðu í leikskólafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að fjalla um leikinn sem námsleið að læsi. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig er hægt að ýta undir læsisnám í leik barna? Athyglinni beint að því hvaða sýn fræðimennirnir John Dewey og Lev Vygotsky höfðu á leikinn. Hugtakið leikur er skoðað og hvað það felur í sér. Gerður er greinamunur á frjálsum og stýrðum leik. Fjallað er um hvernig leikur og nám fléttast saman og hvert hlutverk leikskólakennarans er í leiknum. Einnig er hugtakið læsi skilgreint og hvernig það birtist í leikskólum. Þá er líka horft til mikilvægi þess að örva málþroska barna, sem er einn af undirstöðuþáttum læsis með samræðum og markvissum lestri. Að lokum er skýrsla um málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum sem unnin var fyrir Mennta- og menningarmálráðuneytið skoðuð. Auk þess er farið yfir helstu niðurstöður starfsendarannsókna sem unnar voru í leik- og grunnskóla og einblínt var á frjálsan leik sem leið að læsi. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að kennarar á báðum skólastigum vanmeta frjálsa leikinn sem námsleið að læsi, þrátt fyrir að þeir segist aðhyllast leikinn sem leið að námi ungra barna.

Samþykkt: 
  • 20.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna lokaritgerð 24.apríl 14 (3).pdf609.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna