is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19102

Titill: 
  • Um upplifun fegurðar í ljósi fagurfræði Kants
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reynt er meðal annars að sýna fram á hvað það er í raun sem veldur því að við upplifum fegurð, í ljósi fagurfræði Immanuels Kants. Til að skilja betur fagurfræði hans er aðdragandinn að henni fyrst skoðaður og síðan sýnd og reynd í þekkingarfræði hans og siðfræði. Kant gerir greinarmun á heiminum eins og við skynjum hann og heiminum eins og hann er í sjálfum sér eða á milli sýndar og reyndar. Honum fannst að það hefði myndast djúp gjá á milli þessara tveggja heima og bilið mætti brúa með fagurfræðilegri dómgreind. Með fagurfræði sinni reynir hann að brúa þessa gjá með smekksdómum. Hann finnur fjögur skilyrði fyrir hreinum smekksdómum og í þeirri viðleitni verður fagurfræði hans til. Fagurfræði Kants fjallar ekki um hversdagslega listgagnrýni eða heimspeki listaverka heldur beinir hann sjónum að skynjun listar og listrænni skynjun og leitast við að útskýra smekk sem eina tegund dómgreindar og hvað aðgreinir hann frá annarri hugarstarfsemi. Smekkur og fegurð eru tvö óaðskiljanleg hugtök og eiga sér rætur á djúpgerð hugans. Kant útskýrir hvernig upplifun fegurðar getur átt sér stað. Það er nokkuð flókið og langdregið hjá Kant en í ritgerðinni er þetta tekið saman. Við getum hins vegar ekki skilið eða útskýrt hvað fegurðin sjálf er í raun. Kant útskýrir meðal annars hvernig við getum eflt með okkur hina fagurfræðilegu dómgreind, hvernig snillingurinn setur viðmiðin í listinni og hvernig listin getur verið frjáls. Þau viðmið eiga þátt í þróun listarinnar og þörfina fyrir nýjan listgagnrýnanda.

Athugasemdir: 
  • Deildarforseti sagnfræði- og heimspekideildar hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í tvö ár.
Samþykkt: 
  • 20.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AVS-19-juni- BAritg.pdf557.44 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
BA-ritg.19.juni-avs-Forsíða-Titilsíða.pdf64.42 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna