is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19106

Titill: 
  • Teymiskennsla : reynsla og viðhorf kennara í skólum á Norðurlandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Teymiskennsla hefur verið að hasla sér völl allt frá 1950. Skilgreining hugtaksins hefur breyst í gegnum árin en kjarni þess er þó ávallt sá að teymiskennsla gengur út á samstarf tveggja eða fleiri kennara. Í teymiskennslu eru margir þættir sem leggja þarf áherslu á og snúa þeir aðallega að samvinnu kennara innan teyma og hlutverki skólastjóra. Mikilvægt er að skilja reynslu kennara af slíkri kennslu og viðhorf þeirra til hennar til þess að hægt sé að finna leiðir til að bæta teymiskennslu.
    Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að rannsaka skilning kennara á hugtakinu teymiskennsla, hvernig aðferðin verði best innleidd í skólastarf og hvaða þættir einkenna samvinnu kennara. Rannsókninni er einnig ætlað að gefa betri innsýn í hvernig teymiskennsluformið gengur fyrir sig.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð sem byggð var á sjö viðtölum við kennara á Norðurlandi sem starfa við teymiskennslu. Rætt var við þá um viðhorf þeirra til og reynslu af teymiskennslu. Rannsóknarspurningin sem höfð var að leiðarljósi var: Hver eru viðhorf kennara til teymiskennslu og hver er reynsla þeirra af samvinnu innan teyma?
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að viðhorf kennara til teymiskennslu sé almennt jákvætt og aðferðin sé vel liðin meðal þeirra. Í augum kennara virðist teymiskennsla helst vera skilgreind sem sameiginleg ábyrgð kennara á heildarstarfi teymisins. Reynsla kennaranna var að samvinnan gengi vel en eins og við má búast er hún þó ekki fullkomin. Mismunandi persónuleikar og ágreiningur milli meðlima er það helsta sem kemur starfsemi teyma úr jafnvægi. Stuðningur sem kennarar hafa hver af öðrum og gott skipulag styrkir teymið. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða einnig í ljós mikilvægi þess að stutt sé við bakið á nýjum meðlimum þegar þeir ganga til liðs við teymi. Persónulegur og faglegur styrkur hvers aðila er það sem helst þarf að huga að þegar nýir kennarar eru ráðnir og skipað er í
    teymi.

  • Útdráttur er á ensku

    The practice of team teaching has become ever more popular since the 1950s. The definition of the term team teaching has changed over the years, but it is generally based on cooperation between two or more teachers. When it comes to team teaching there are many factors that need to be considered, particularly relating to cooperation between teachers and the roles of principals. In order to improve team teaching it is of utmost importance to
    understand teachers' experience and attitudes towards it.
    The main purpose of the current study is to investigate teachers' understanding of the concept team teaching and how it can be implemented successfully and what characterizes cooperation between teachers. The study is also meant to give insight into how team teaching is practiced. The research methology was qualitative and results were based on interviews with seven teachers in the North of Iceland who have worked with team teaching. The author discussed with them their experience and attitudes towards this approach. The research question was: What view do teachers have of team teaching and what is their experience of cooperation in the team?
    The main results indicate that teachers’ attitudes to team teaching are overall positive and the method is well liked. The teachers understand the concept as focusing mostly on mutual responsibility for the whole process. In their view the cooperation functions relatively well, but as is expected, not
    always perfectly. Different personalities and conflicts are the main causes of imbalance within teams. Mutual support from colleagues and good organization supports the team function. The results suggest that supporting new team members when they join the team is particularly important. When hiring in a new member it is important to consider both personal and professional strengths.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjörnBenediktsson_Ritgerd_kdHA 1.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna