is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19107

Titill: 
  • Námsframvinda þriggja árganga í Fjölbrautaskóla Suðurlands : í ljósi kenninga um félagasauð.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Yfir 90% nemenda á Íslandi hefja nám í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla. Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er einn þessara framhaldsskóla. Ritgerðin fjallar um námsframvindu þriggja árganga nemenda í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nemendurnir sem um ræðir eru fæddir árin 1989, 1991 og 1993 og hófu langflestir nám við skólann haustin 2005, 2007 og 2009. Þannig hafa yngstu nemendurnir í hópnum nú þegar haft tíma til að ljúka hefðbundnu fjögurra ára bóknámi.
    Ritgerðin byggir á niðurstöðum rannsóknar þar sem rýnt var í fyrirliggjandi gögn um námsframvindu með skipulögðum hætti. Einnig voru tekin viðtöl við skólameistara og áfangastjóra þar sem leitað var eftir þeirra viðhorfum og túlkunum á námsframvindu nemenda. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á stöðu þessara nemendahópa með það fyrir augum að leita leiða til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra sem hefja nám við skólann. Niðurstöður rannsóknarinnar eru m.a. þær að rétt um helmingur nemenda úr þessum hópi hefur lokið framhaldsskólanámi sínu frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þá var talsverður munur á því hvort nemendur luku námi frá skólanum eftir því úr hvaða grunnskóla þeir komu.
    Í ljósi kenninga um félagsauð var námsframvinda þeirra skoðuð sérstaklega sem komu einir eða fáir saman úr grunnskóla og hófu nám í framhaldsskóla fjarri heimabyggð. Rannsóknargögnin sýndu fram á að umtalsvert færri úr þessum hópi luku því námi sem þeir hófu og því má velta upp spurningunni um virði félagslegs tengslanets í námsumhverfi einstaklinga.
    Niðurstöður rannsóknarinnar er í fyrsta lagi hægt að nota til að leita leiða til að stuðla að því að nemendur sem hefji nám við skólann ljúki því þaðan. Í öðru lagi má skoða hvernig hægt er að virkja félagsauð í umhverfi nemenda og að lokum er mikilvægt að skoða hvaða þættir það eru sem valda því að svo mikill munur er á því hvort nemendur ljúka námi eftir því úr hvaða grunnskóla þeir koma.

  • Útdráttur er á ensku

    Over 90% of Icelandic students start their upper secondary education at the age of 16, or as soon as they have finished compulsory school. Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu), situated in the town of Selfoss in the southern part of Iceland, is one of those upper secondary schools. This essay is about the student achievement of three groups of students who all began their studies at FSu at the age of 16. These students were born in the years of 1989, 1991 and 1993 and were chosen because the youngest participants have already had a chance to graduate from the most common four year study path.
    The essay is based on a research where the school's preliminary data on student achievement was examined in an systematic manner. The school leader and the course director then discussed their views on the findings in two qualative interviews. The aim of the research is to shed light on student achievement in order to seek ways to meet the needs of different groups of students who attend the school.
    The conclusions indicate that only about half of the students who started studying at FSu graduated from the school. They also show significant difference in the graduation rate of those who start their studies without anyone accompanying them from compulsory school compared to those who come with a group of fellow students. Considerable difference can also be found on the graduation and drop-out rate among students depending on which compulsory school they attended. In this context, theories on social capital are introduced and the significance of social and cultural capital in the student environment is discussed.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19107


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristjanaSigridurSkuladottir_Ritgerd_kdHA.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna