is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19109

Titill: 
  • Upplifun leiðbeinenda af starfsumhverfi sínu : „Maður bara gengur í verkin“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leiðbeinendur eru stærsta einstaka starfsstéttin innan leikskóla á Íslandi en lítið hefur borið á rannsóknum á högum þessa hóps. Í þessari rannsókn var lagt upp með að fá betri sýn á hlutverk og viðhorf þessarar fjölmennu stéttar. Út frá því markmiði voru fengnir til viðtals sex leiðbeinendur með 12–22 ára starfsreynslu. Leitað var svara við því hvernig þeir upplifa starfsumhverfi sitt og stöðu í leikskólanum. Viðmælendur voru jafnframt beðnir um að leggja mat á hlutverk sitt samanborið við hlutverk leikskólakennara.
    Þjónandi forysta er stjórnunarfræðileg kenning sem aukin athygli hefur beinst að á seinni árum. Hún gengur í stuttu máli út á að stjórnandi leggi mikla áherslu á að greina þarfir starfsmanna og sinna þeim. Út frá kenningum um þjónandi forystu var litið á svör viðmælenda rannsóknarinnar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mjög jákvæða mynd af stöðu leiðbeinenda. Þeir töldu sig vel upplýsta um málefni sem snerta deildina sem þeir vinna á. Greina mátti þjónandi forystuhætti þegar leiðbeinendur lýstu samskiptum við samstarfsfólk inni á deild. Flestir viðmælenda töluðu um mikinn jafningjabrag og sögðu að leitað væri eftir samráði við þá í flestu sem tengist skipulagi í daglegu starfi.
    Nokkur munur var á milli viðmælenda hvaða ábyrgð þeim var falin, þrátt fyrir að starfsaldur allra væri svipaður. Af þessari rannsókn að dæma þurfa skólar að bera saman bækur sínar og álykta um hverjar vinnuskyldur leiðbeinenda eigi að vera. Þannig yrði hlutverkaágreiningur á milli leiðbeinenda og leikskólakennara ef til vill úr sögunni.
    Lykilhugtök: Leiðbeinendur (e. teachers assistants eða TAs) og þjónandi forysta (e. servant leadership).

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heida_bjorg_ingolfsdottir_ritgerd_kdHA.pdf1.12 MBOpinnPDFSkoða/Opna
heida_bjorg_ingolfsdottir_kapa_kdHA.pdf1.03 MBOpinnPDFSkoða/Opna