is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19110

Titill: 
  • Áskoranir tónlistarkennara í skapandi skólastarfi : hvað gerist þegar lögð er til grundvallar ströng skilgreining á sköpun og stýring höfð í lágmarki?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sköpun er áberandi orð í námskrám og í umræðu um menntamál. Því er mikilvægt að kanna hvað felst í merkingu orðsins og því hvað það merkir að nálgast kennslu á forsendum sköpunar.
    Þessi rannsókn fjallar um verkefni sem fór fram sem áfangi í tónlistarsköpun með grunnskólanemendum á aldrinum 11-14 ára. Nemendur voru í þremur hópum, heildarfjöldi nemenda var 27, en kynjahlutfall var 14 stelpur á móti 13 strákum. Verkefnið fór fram í tveimur skólum í Reykjavík, en kennslustundir fóru fram vikulega yfir 15 vikna tímabil.
    Autoetnógrafíu er beitt sem aðalrannsóknaraðferð til að komast að því hvaða áskorunum kennari mætir sem leggur sköpun til grundvallar starfi sínu út frá strangri skilgreiningu á hugtakinu. Auk autoetnógrafíu er varpað ljósi á viðfangsefnið með greiningu á upptökum og viðtölum við nemendur.
    Í rannsókninni er unnið með skýrt afmarkaða skilgreiningu á sköpunarhugtakinu. Til rannsóknar eru þær áskoranir sem kennari þarf að takast á við þegar sköpun, í þeim skilningi sem hér er lagður í hugtakið, er í kjarna kennslunnar. Auk þess er til umfjöllunar í rannsókninni sú áhersla sem lögð er í verkefninu á að stýring sé í lágmarki. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þessar áskoranir og hvernig má takast á við þær í þeim tilgangi að komast að því hvernig má stunda skapandi starf sem kennari.
    Að takast á við stýringu var ein af stærri áskorunum verkefnisins, því mikilvægt var að kennari stýrði ekki ferðinni í gegnum sköpunarferlið heldur nemendur sjálfir. Framkvæmd þess og óttaleysið sem það krefst var mikil áskorun.
    Óáreiðanleiki eigin upplifunar er lærdómur sem draga má af þessu verkefni. Með notkun annarra rannsóknaraðferða auk autoetnógrafíu kom í ljós mynd af vinnunni sem var mjög ólík eigin upplifun.
    Þá kom í ljós að tímanýting nemenda var mjög góð og að kennarastýring virtist hafa mjög letjandi áhrif á frumkvæði nemenda til að taka þátt í skapandi vinnu. Þó kom í ljós að stýring hafði jákvæð áhrif við að ákveða sameiginlegt markmið.

  • Útdráttur er á ensku

    Creativity is a prominent word in curriculums and in discussion on education. Therefore it is important to explore the meaning of the word and what it means to approach teaching based on creativity.
    The research is on a project, based around making music with students aged 11- 14. There were three groups of students, the total number was 27, 14 girls and 13 boys. The project took place in two schools in Reykjavík and there were weekly classes over a period of 15 weeks.
    Autoethnography is used as the main research method to find out which are the challenges faced by a teacher, who works with creativity by a strict definition of the term, as a foundation. In addition to using autoetnographical research, recordings were analyzed and students were interviewed to shed further light on the subject.
    The research uses a strict definition of the concept of creativity. The challenges that a teacher faces when creativity, by this definition, is used as a foundation are researched. The research also looks at teacher control, which is kept at minimum in the project. The aim of the project is to shed light on these challenges and how they may be met for the purpose of finding out how to do creative work as a teacher.
    Dealing with control was one of the bigger challenges of the project, because it was important that the teacher would not control the way through the creative process but the students themselves. The implementation of that idea and the fearlessness it requires was a big challenge.
    The unreliability of my own experience is a lesson learned from the project. By using other research methods in addition to autoetnography a picture appeared which was very different from my own experience.
    It was found that students were very time efficient and teacher control seemed to drastically reduce the students ́ initiative to participate in creative work. However teachers control had a positive impact when determining a common goal.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áskoranir tónlistarkennara í skapandi skólastarfi.pdf10.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna