is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19114

Titill: 
  • Árangur ósérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar gegn óyndi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni var leitast við að varpa ljósi á það hvort sú ósérhæfða hugræna atferlismeðferð sem boðið hefur verið upp á hérlendis undanfarin ár beri árangur gegn óyndi og þá hvort árangur hennar sé mis mikill gegn óyndi annarsvegar og þunglyndi hinsvegar. Unnið var úr gögnum frá árunum 2010 og 2011 úr rannsókn á árangri meðferðarinnar gegn kvíða- og þunglyndisröskunum. Úrtakið er hentugleikaúrtak úr þýði þeirra sem sækja þjónustu í heilsugæslu vegna tilfinningalegra vandamála. Í ljósi fyrri rannsókna (sjá í Cuijpers, van Straten, van Oppen og Andersson, 2008) mátti leiða líkur að því að (1) meðferðin beri einhvern árangur gegn óyndi en (2) árangur hennar sé minni gegn óyndi en þunglyndi. Eftir meðferð hafði marktækt dregið úr geðlægðareinkennum þátttakenda frá því fyrir meðferð. Þótt meira hafi dregið úr geðlægðareinkennum þátttakenda með þunglyndi en þátttakenda með óyndi var sá munur ekki tölfræðilega marktækur. Sá munur var þó nærri marktekt og í þá átt sem búast mátti við miðað við fyrri rannsóknir. Árangur meðferðarinnar gegn óyndi kom einungis fram hjá þeim þátttakendum sem voru á geðlyfjum og þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær lyfjaskammti þeirra hafði síðast verið breytt er óljóst hvort og þá að hve miklu leyti sá árangur sem kom fram gegn óyndi hafi í raun verið árangur lyfjameðferðar.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangur ósérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar gegn óyndi.pdf446.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna