is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19122

Titill: 
  • Ferilbók : vörður á leið til læsis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bernskulæsi, málþroski, lestur og ritun eru mikilvægir þættir í þróun læsis og almennri menntun barna en þeir þróast í ákveðinni víxlverkan við hvern annan. Allt eru þetta þættir sem hafa mótandi áhrif á síðara nám og almenna velgengni í lífinu. Á síðustu árum hafa kennarar og skólafólk fengið æ fleiri verkfæri í hendur sem ætluð eru til að meta þróun málþroska og læsis og er það vel. Þau taka þó ekki á öllum þeim þáttum sem mikilvægt er að skrá og fylgjast með í því samhengi. Má því segja að það vanti verkfæri eða form til að skrá og halda utan um alla þætti læsis.
    Hér verður sett fram ferilbók sem hefur það að markmiði að halda utan um þróun máls og læsis barna á aldrinum eins til tíu ára. Ferilbókin byggir á fræðilegri greiningu á bernskulæsi, málþroska, lestri og ritun, leshömlun og tvítyngi. Ferilbókin er skráningarkerfi þar sem leiðin til læsis er vörðuð. Ferilbókinni er jafnframt ætlað að halda utan um niðurstöður þeirra skimana og prófa sem nú þegar eru notuð í leik- og grunnskólum. Þegar börn eru eins árs er ferilbókin tekin í notkun í leikskólanum og er henni ætlað að fylgja barninu alla leikskólagönguna, yfir í grunnskóla og til loka yngsta stigs grunnskólans. Með þessu móti skapast tækifæri til ákveðinnar samfellu í námi barnsins. Mikilvægi samfellu í námi og kennslu barna á milli skólastiga verður aldrei of oft tíunduð og er það von mín að ferilbókin fylli upp í ákveðið tómarúm á þessu sviði. Ferilbókinni fylgir handbók sem geymir tillögur að leiðum til íhlutunar ásamt ábendingum um náms- og kennsluefni sem hægt er að nota í kennslu og sem stuðning við læsisnám barna.

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.6.2054
Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferilbók - Vörður á leið til læsis.pdf1.53 MBLokaður til...01.06.2054HeildartextiPDF
Heimildaskrá.docx45.19 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit og fræðilegur hluti.pdf824.14 kBOpinnPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Fræðilegur hluti ritgerðar er opinn. Ferilbókin er læst.