is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19125

Titill: 
  • Sandkassaleikur 4 og 5 ára barna : „Sérðu ekki að við erum að vinna hérna“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða sandkassaleik barna í leikskóla. Viðfangsefnið var að skoða leik fjögurra og fimm ára barna í og við sandkassa. Þá var gagna aflað með myndbandsupptökum sem teknar voru á tveggja mánaða tímabili. Rannsakandi fylgdist með sandkassaleik barna en þar sem sá leikur er ekki einskorðaður við sandkassann var horft í þann leik sem spinnst út frá honum og getur þar af leiðandi farið fram á leiksvæðinu í kringum hann.
    Rannsóknarspurningin er: Hvernig leika fjögurra og fimm ára börn sér í og við sandkassa í leikskóla?
    Fjallað er um það hvernig leikur hefur almenn áhrif á þroska barna frá fæðingu og til fimm ára aldurs. Þar sem áhersla er lögð á þrjú þroskasvið en þau eru félagslegur þroski, hreyfiþroski og málþroski. Einnig eru skoðuð þau tækifæri sem leikur gefur börnum til náms og er þá horft til eftirtalinna leikja: þykjustu- og hlutverkaleiks, byggingaleiks og útileiks, þar með talið sandkassaleiks. Auk þess er skoðað hvort munur er á leik stráka og stelpna í sandkassa.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að í leik barna á aldrinum fjögurra til fimm ára birtist þykjustu- og hlutverkaleikur með ólíkum hætti hjá stelpum og strákum. Í sandkassaleik er þykjustu- og hlutverkaleikur algengasta leikjaformið hjá stelpunum. Einnig má greina byggingaleik hjá báðum kynjum en þó í meira mæli hjá strákum og gengur leikurinn þá aðallega út á að byggja fjöll og vegi til að aka eftir. Ekki var hægt að greina mun á leik barna eftir aldri í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HeiddisPetursdottir_Ritgerd_kdHA.pdf644.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna