is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19140

Titill: 
  • "The limits of my language mean the limits of my world" : enskukennsla og lestrarörðugleikar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er starfendarannsókn sem fram fór við tilraunakennslu sérhæfð námsefnis.
    Megintilgangur rannsóknar var að athuga hvernig sérhæft námsefni sem höfundur tók að sér að þýða, staðfæra og tilraunakenna, myndi henta nemendum með ákveðna lestrar- og ritunarörðugleika. Námsefnið er kennsluefni í ensku sem sérsniðið er að þörfum þeirra sem stríða við einhverskonar vandkvæði er kemur að lestri og ritun enskrar tungu. Efnið kallast HELP-Start og er upprunalega sænskt framhaldsfræðslunámsefni samið af Malin Holmberg. Námsefnið og kennslufræði þess sækir undirstöður sínar í hugmyndafræði fjölskynjunar, Orton-Gillingham aðferðina, skilgreiningu The Rose Report á dyslexiu ásamt hefðbundinni nálgun í móðurmálskennslu fyrir enskumælandi einstaklinga með áherslu á hljóðfræði (e. phonetics).
    Niðurstöður byggja á greiningu rannsakanda á kenningum um fullorðna námsmenn, menntun fullorðinna (framhaldsfræðslu), lestrarörðugleikum og þeim félagslegu hindrunum sem einstaklingar með lestrarörðugleika glíma við. Þá lágu einnig til grundvallar tólf eigindleg viðtöl við sex nemendur áfangans, samræður úr tímum sem og bæði upplifanir og mat nemenda og rannsakanda á áhrifum og árangri námsefnsins. Helstu niðurstöður eru þær að nemendur upplifðu námsefnið HELP-Start á afar jákvæðan hátt. Seta í áfanganum jók færni þeirra í lestri og ritun enskunnar sem hafði svo bein áhrif á almennt sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd þeirra sem námsmanna. Rannsakandi fann einnig hversu mikilvægt er að klára þýðingu á margmiðlunarhluta námsefnisins til þess að nýta enn betur möguleika þess. Á óvart kom að nemendur uppgötvuðu að aðferðafræði námsefnisins hafði yfirfærslugildi fyrir þá yfir á íslensku og er það jákvætt merki um möguleika efnisins til frekari þróunar hér á landi.

  • Útdráttur er á ensku

    This study is an action research that concentrated on whether or not a new learning material and approach in teaching English to dyslexics benefitted either teacher and/or students, and if it did, than it what way?
    The main purpose of this study was to examine how a new learning material that the researcher/teacher had been asked to translate, adapt and trial teach, would suit students with specific reading and writing difficulties. The material in question is an English learning material tailored to the needs of dyslexic language learners. The material is called HELP-Start and was written by a Swedish teacher, Malin Holmberg specifically for Swedish schools. The material is grounded on multisensory teaching approaches, the Orton-Gillingham method, The Rose Report definition of Dyslexia and on phonetics teaching materials for native speakers of English. The study is an action research paper and its research and findings were based on analysis of the most relevant theories on the adult learner, adult education, reading difficulties and the social obstacles experienced by individuals with reading difficulties. In addition to theoretical analysis the research bases its findings on twelve interviews with six students, teacher´s diary and noted observations as well as self-evalution sheets from students on their progress and experience of the class.
    The main findings of this study were that the students experienced the HELP-Start material in a positive manner. It increased their abilities to read, write and pronounce English which directly led to a boost in confidence. The findings also showed the importance of making the multimedia part of the learning material available to be able to utilize its the full potential. An unexpected finding was that the students experienced a sense of transferral of their increased skills in reading and writing English to their native language Icelandic. This finding sets a positive note for the future development of the material and its possibilities within the Icelandic school system.

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HerdisMargretIvarsdottir_Ritgerd_kdHA.pdf2.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna