is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19153

Titill: 
  • Rannsókn heimsins með frjálsri aðferð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um lokaverk mitt til MA-gráðu í myndlist, lýsi vinnuaðferðum mínum og hugmyndum.
    Ég skilgreini vinnu mína sem rannsókn. Frá sjónarhorni mínu horfi ég bæði til lista og vísinda og ber tilraunir mínar saman við vísindatilraunir og skoða hvað er líkt og ólíkt. Þessi nálgun gefur mér möguleika á að skoða listina í samhengi við viðleitni mannsins til að skilja tilveruna.
    Í list minni fæst ég gjarna við náttúruleg fyrirbæri svo sem ljós, hreyfingu, krafta og grundvallarspurningar á borð við hvað séu tilfinningar. Ég hugsa mér að ég sé að gera list sem sýni eðli heimsins. Sú hugmynd er upphafin og falleg og líkast til óraunhæf sem gerir hana dálítið rómantíska. Póstmódernisminn hafnar hugmyndum um að heimurinn hafi fast eðli en metamódernismi opnar dyrnar fyrir bjartsýni og rómantískum hugmyndum.
    Frá upphafi heimspekinnar hafa menn velt fyrir sér spurningunni hvort hægt sé að skilja og sjá eðli alheimsins. Frumfyrirbæri er hvaðeina sem sýnir eðli heimsins og það er áhugavert að hugleiða hvort list geti boðið upp á skynjunarreynslu á frumfyrirbærum og veitt fólki þá tilfinningu að það sjái eðli heimsins.
    Listin getur jafn vel og vísindin fengist við að skoða eðli heimsins, sérstaða listarinnar gagnvart vísindum er að listamaðurinn hefur frelsi til að gera það sem honum sýnist en vísindin þurfa að fara eftir forskriftum. Margir samtímalistamenn fást hver með sínum hætti við eðli heimsins í list sinni.
    Lokaverk mitt til MA-gráðu er afrakstur óskipulagðra tilrauna. Sú aðferð kallar fram ófyrirséðar niðurstöður sem getur skipt máli seinna fyrir skynjun á hinu fullkláraða listaverki.

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rán_Jónsdóttir_MA_Myndlist.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna