is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19157

Titill: 
  • Stefnumótun Fríhafnarinnar og fyrirtækjamenning
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um stefnumótun Fríhafnarinnar, hvernig hún skilar sér til starfsmanna og hvaða áhrif hún hefur á fyrirtækjamenningu og starfsánægju.
    Mikilvægt er fyrir skipulagsheildir að móta sér skýra stefnu og framtíðarsýn, svo að hagsmunaaðilar þeirra geri sér grein fyrir að hvaða markmiðum er stefnt, hvaða leiðir á að fara til að markmiðum verði náð og hvernig staða skipulagsheildarinnar verður í framtíðinni. Með því að móta sér stefnu geta fyrirtæki náð samkeppnisforskoti á markaði. Til að ná samkeppnisforskoti er ekki nóg að móta sér stefnu heldur verður að miðla henni til starfsmanna á árangurríkan hátt svo vel takist til að framkvæma stefnuna. Stefnumótun er lifandi ferli sem þarfnast stöðugrar eftirfylgni og nauðsynlegt getur verið fyrir skipulagsheildir að fara í gegnum ferlið aftur ef að stefnan er ekki að skila tilætluðum árangri. Sterk tengsl eru á milli stefnumótunar, fyrirtækjamenningu og starfsánægju starfsmanna. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki með sterka menningu standa sig almennt betur og skila meiri árangri heldur en fyrirtæki með veika menningu.
    Verkefnið er tengt fræðum um skipulagsheildir, stefnumótun, stefnumiðaða stjórnun, fyrirtækjamenningu, innleiðingu og árangursmat á stefnu. Viðtal var tekið við tvo stjórnendur Fríhafnarinnar til að fá þeirra innsýn á viðfangsefnið, auk þess sem framkvæmd var spurningakönnun meðal starfsmanna Fríhafnarinnar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru að starfsmenn Fríhafnarinnar þekkja stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins, það ríkir sterk fyrirtækjamenning innan Fríhafnarinnar og starfsmenn eru mjög ánægðir í starfi.
    Lykilorð: Stefnumótun, fyrirtækjamenning, Fríhöfnin, starfsánægja, innleiðing.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper focuses on corporate strategy of Duty Free Iceland, how the strategy is communicated to employees and what affect it has on corporate culture and job satisfaction.
    It is important for organizations to form a well defined strategy and a clear vision, so stakeholders can realize which objectives are pursued, which paths should be taken to achieve the objectives and what will be the future position. By forming a strategy companies can gain a competitive advantage. To gain a competitive advantage the company needs not only to form the strategy but to communicate the strategy to their employees successfully so that the execution of the strategy will be effective. Forming a strategy is an evolving process that needs constant monitoring and it is important for organizations to reconstruct the strategy if it is unsuccessful. A strong connection is between strategy, corporate culture and job satisfaction. Researchers have shown that companies with strong corporate culture show better results than companies with weaker corporate culture.
    The subject is linked to studies on organizations, strategy, strategic management, corporate culture, implementation and strategy scorecards. Two of Duty Free Iceland managers were interviewed to get their insight on the subject, and a survey was put forward among employees.
    The surveys result showed that the employees know the strategy and vision of Duty Free Iceland, there is a strong culture that prevails within the company and job satisfaction is high among the employees.
    Keywords: Strategy, corporate culture, Duty Free Iceland, job satisfaction, implementation.

Athugasemdir: 
  • Læst til 30.4.2085
Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19157


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haukur Þór Arnarson_Lokaverkefni2014_lokaútgáfa.pdf1.07 MBLokaður til...30.04.2085HeildartextiPDF