is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19191

Titill: 
  • Samskiptayfirlýsing Vodafone
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um stefnumótun frá fræðilegu sjónarhorni en að auki er skoðað hvernig Vodafone stóð sig í sinni stefnumótun þegar fyrirtækið ákvað að innleiða samskiptayfirlýsingu. Tilgangurinn er því að skoða, út frá fræðunum, hvernig Vodafone bar sig að, hvaða aðferðir þeir studdu sig við, hvað gerðu þeir vel og hvað hefði betur mátt fara. Ætlunin er einnig að kanna hvort samskiptayfirlýsingin hafi skilað tilætluðum árangri þegar kemur af starfsmönnum. Því eru rannsóknaspurningarnar tvær. Annars vegar „Hvernig hefur samskiptayfirlýsing Vodafone haft áhrif á samskipti við innri viðskiptavini? en þar er skoðað hvort samskiptayfirlýsingin hafi skilað sér til starfsmanna og hver skoðun þeirra er á henni. Niðurstöður könnunarinnar voru jákvæðar í alla staði hvað varðar starfsmenn en þeir voru mjög hrifnir af samskiptayfirlýsingunni og höfðu flestir tileinkað sér hana í daglegu starfi og stór hluti tileinkaði sér hana einnig í einkalífinu.
    Hins vegar var spurt „Hvaða aðferðum beitti Vodafone í sinni stefnumótunarvinnu?“. Þegar nálgun Vodafone við innleiðinguna var könnuð kom í ljós að það hafði notast við aðferðafræði sem kennd er við staðfærsluskólann (e. Positioning school). Þar er stefnan í forgrunni en aðferðafræðin í bakgrunni. Vodafone notaði mjög skemmtilega aðferð til að virkja starfsfólk í þessu ferli án þess þó að gefa það upp um leið að þeir væru þátttekendur í því sem og hluti af markaðsefni fyrirtækisins. Árangurinn er svo tíundaður hér að neðan. Það sem Vodafone mætti bæta væri að skoða betur mælingar og tímasetja þær. Einnig að kanna árangur stefnumótunar á ytri viðskiptavini sína.
    Árangurinn var heilt yfir mjög jákvæður og innleiðingin gekk vonum framar hvað varðar starfsmenn. Þeir voru ánægðir og stoltir af samskiptayfirlýsingunni og höfðu tileinkað sér hana.
    Lykilorð: Samskiptayfirlýsing, Vodafone, stefnumótun, samfélagsleg ábyrgð, stjórnun.

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.6.2020
Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19191


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskiptayfirlýsing Vodafone.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna