is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19202

Titill: 
  • Tæming vörumerkjaréttar og afleiðingar hennar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er tekin fyrir reglan um tæmingu vörumerkjaréttar sem kemur fram í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki (VML.). Reglan er takmörkun á vörumerkjarétti vörumerkjahafa sem veldur því að vörumerkjarétturinn tæmist við vissar kringumstæður. Í reglunni felst að vörumerkjahafi getur ekki komið í veg fyrir notkun, sölu, leigu, inn- og útflutning eða annars konar dreifingu vöru sinnar eða þjónustu. Þar af leiðandi gefst samhliða innflytjanda tækifæri til endursölu á vöru vörumerkjahafa.
    Í upphafi ritgerðar er almenn umfjöllun um vörumerkjarétt. Því næst má finna almenna umfjöllun um 2. mgr. 6. gr. VML. ásamt uppruna reglunnar. Þar á eftir er greint frá tegundum tæmingar auk umfjöllunar um dóma EFTA dómstólsins og Evrópudómstólsins sem skýrðu hvaða tegund tæmingar skyldi gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Næst er nánari umfjöllun um regluna um tæmingu vörumerkjaréttar þar sem skoðuð er túlkun Evrópudómstólsins á reglunni. Þar á eftir er gerð grein fyrir afleiðingum tæmingar vörumerkjaréttar með sérstaka áherslu á endurpökkun og endurmerkingu lyfja. Afleiðingarnar eru skoðaðar í ljósi dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins. Að lokum eru dregnar saman helstu niðurstöður.
    Í ljós kom að túlkun hugtakanna tveggja um markaðssetningu vöru og samþykki vörumerkjahafa fyrir markaðssetningu, sem koma fram í 2. mgr. 6. gr. VML., skipta höfuð máli við úrlausn mála sem varða tæmingu sökum þess að þau hafa úrslitaáhrif um hvort tæming vörumerkjaréttar hafi átt sér stað. Markaðssetning á sér ekki stað nema sala á vöru eða þjónustu vörumerkjahafa til neytanda hafi farið fram og getur vörumerkjahafi samþykkt markaðssetningu bæði beint og óbeint. Við skoðun á afleiðingum tæmingar vörumerkjaréttar kom í ljós að meginreglan er sú að samhliða innflytjendur hafa heimild til nýtingar vörumerkja í auglýsingaskyni svo lengi sem slík notkun veldur ekki alvarlegum skaða á orðspori vörumerkjanna. Ennfremur kom í ljós að endurpökkun og endurmerking lyfja er heimil uppfylli hún fimm skilyrði sem nefnd hafa verið Bristol-Myers Squibb skilyrðin.

  • Útdráttur er á ensku

    In this bachelor thesis the principle of trademark right exhaustion is examined, which is stated in Article 6(2) of the Trademark Act No 45/1997. The principle is an exhaustion of the proprietors trademark rights which causes the trademark right to exhaust under certain circumstances. The principle involves that the trademark proprietor can not prohibit use, sale, lease, in- and export or another kind of distribution of his product or services. Consequently the parallel importer is given the opportunity to resell the proprietors product.
    In the beginning of this bachelor thesis there is a common discussion on trademark rights. After that a common discussion can be found about Art. 6(2) of the Trademark Act along with the origin of the principle. Thereafter the types of exhaustion are distinguished along with the coverage on the cases of the EFTA Court and the European Court of Justice (ECJ) that clarified which type of exhaustion should apply in the European Economic Area. Next is a more detailed discussion on the principle of the trademark right exhaustion where the interpretation of the ECJ on the principle is examined. Hence the consequences of the trademark rights exhaustion is elaborated with a specific emphasis on repackaging and reaffixing pharmaceuticals. The consequences are examined in view of the ECJ case law. Finally the main conclusions are contracted.
    The interpretation on the two concepts of marketing product and the trademark proprietors consent on marketing, which are stated in Art. 6(2) of the Trademark Act, is consequential to the resolution of cases that concern exhaustion due to their decisive factor whether trademark rights exhaustion has occurred. Marketing can not occur unless the sales of the product or services of the trademark proprietor to the consumer has taken place and the proprietor can give his consent on the marketing both directly and indirectly. In observation to the consequences of the trademark right exhaustion, it was revealed that the principle autherizes parallel importers to utilize trademarks for advertizing as long as such utilization does not cause serious damage on the reputation of those trademarks. Furthermore it was revealed that repackaging and reaffixing pharmaceuticals is permitted as long as it fulfills five provisions which have been named Bristol-Myers Squibb provisions.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tæming vörumerkjaréttar og afleiðingar hennar. Íris Björk,..pdf554.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna