is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19221

Titill: 
  • Þróun réttarreglna um sameiginlega forsjá
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á seinustu áratugum hafa miklar og örar breytingar orðið á heimild foreldra, sem hvorki eru í hjúskap eða sambúð, til að fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Með ritgerðinni er leitað svara við því hvort sú þróun sem átt hefur sér stað á möguleika foreldra til að fara sameiginlega með forsjá barna sinna sé bæði barni og foreldrum til hagsbóta og hvort frekari lagabreytinga sé þörf til að tryggja að það sem barni er fyrir bestu hafi forgang í öllum tilfellum. Til að svara þeim spurningum er gerð grein fyrir þeim skrefum sem tekin hafa verið frá því að sameiginleg forsjá varð fyrst möguleiki fyrir foreldra sem búa ekki saman, fram að núgildandi barnalögum nr. 76/2003, með þeim breytingum sem síðar hafa verið gerðar. Litið er til þeirra sjónarmiða sem legið hafa að baki breytingum á fyrirkomulagi sameiginlegrar forsjár, með sérstakri áherslu á breytilega vitund og afstöðu til þeirra atriða sem talin eru hafa áhrif á velferð og vellíðan barna. Það er í samræmi við hagsmuni barns að báðir foreldrar geti komið að uppeldi þess og á réttur barns til beggja foreldra ekki að vera fyrir borð borinn þrátt fyrir að foreldrar þess búi ekki saman. Með þeim breytingum sem að baki eru hefur sá réttur barna til beggja foreldra verið lögfestur. Þrátt fyrir þá miklu og jákvæðu þróun sem þegar hefur orðið þá eiga frekari breytingar á fyrirkomulagi sameiginlegrar forsjár rétt á sér. Ætla má að réttarreglur um sameiginlega forsjá muni halda áfram að þróast í samræmi við það fyrirkomulag sem talið er barni fyrir bestu.

  • Útdráttur er á ensku

    In the past decades there has been substantial and rapid change in possibility for parents who are not married or cohabiting, to have joint custody of their children. In this essay, an attempt will be made to answer whether the development that has occurred in the potential for parents to have joint custody of their children, is beneficial for both the child and parents, and whether further changes are needed to ensure that the child's best interests is a priority in all cases. To answer those questions, an account is made of the steps that have been taken from when joint custody first became an option for parents who did not live together, until the enactment of current children's act no. 76/2003, and the changes that have subsequently been made. The viewpoints that have been behind the development of joint custody will be outlined, with particular emphasis on changed knowledge and stance of what affects the welfare and well-being of children. It is in accordance to the interests of a child that both parents can participate in it’s upbringing, and the child’s right to both parents can not be infringed because it’s parents do not live together. The changes that have been made ensure those rights of the child. Despite the massive and positive development’s that have already occurred, further changes are needed in the arrangement of joint custody, and it is expected that joint custody will continue to evolve in accordance with the best interests of children.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun réttarreglna um sameiginlega forsjá.pdf350.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna