is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19223

Titill: 
  • Umboðsmennska í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í knattspyrnuheiminum eru fáir aðilar eins áhrifaríkir og umdeildir og umboðsmenn leikmanna. Störf umboðsmanns knattspyrnumanna eru margvísleg en snúa þó mest að fjárhagslegum atriðum sem gerir starf umboðsmanns ákaflega vandmeðfarið.
    Markmið þessarar ritgerðar er þríþætt. Í fyrsta lagi að skoða þær reglur sem KSÍ hefur sett um umboðsmenn knattspyrnumanna og bera þær saman við almennar reglur samningaréttar um umboð annars vegar og reglur FIFA um umboðsmenn knattspyrnumanna hins vegar, en við reglusetningu ber KSÍ að gæta samræmis við reglur FIFA. Í öðru lagi að varpa ljósi á aðkomu umboðsmanna í knattspyrnu á Íslandi, aðra aðstoð sem leikmenn hér á landi fá við samningagerð og skoðun leikmanna á umboðsmönnum og störfum þeirra. Er það gert með spurningakönnun sem allir samningsbundnir leikmenn í efstu deild karla í knattspyrnu voru beðnir um að svara. Í þriðja lagi er leitast við að tengja niðurstöður könnunarinnar við þær gagnrýnisraddir og vandamál sem upp hafa komið varðandi umboðsmenn og störf þeirra, auk þess sem vangaveltur höfundar og tillögur að úrbótum á þessu sviði eru lagðar fram.
    Í ljós kom að nokkuð er um frávik á milli reglna KSÍ um umboðsmenn og almennra reglna um umboð og þá eru reglugerðir KSÍ og FIFA ekki í fullu samræmi. Niðurstöður spurningakönnunarinnar voru áhugaverðar. Má þar helst nefna að samkvæmt niðurstöðunum eru fleiri leikmenn með samning við umboðsmann heldur en fram kemur í skrám KSÍ og leikmenn fá mun meiri aðstoð frá körlum en konum við samningagerð. Sú gagnrýni sem umboðsmenn hafa setið undir snýr helst að óþarflega háum greiðslum, tíðum hagsmunaárekstrum, samskiptum þeirra við unga leikmenn og fjölda einstaklinga sem sinna starfinu án leyfis.

  • Útdráttur er á ensku

    There are few people as influential and controversial as players’ agents in the world of football. Their tasks are various, but mostly concern financial matters, which makes agents’ activities very delicate.
    The objective of this thesis is threefold. First, the examination of the rules laid down by the Football Association of Iceland on players’ agents, comparing them, on the one hand, with the general rules of contract law on agency, and, on the other hand, with the rules laid down by FIFA on players’ agents. Second, to shed light on the involvement of agents in football in Iceland, and on other assistance received by players when concluding contracts, and the views of players on agents and their work. This was done by asking all contracted players in the highest male league to answer a questionnaire. Third, to seek to correlate the outcome of the questionnaire with criticisms that have been brought up, and problems that have arisen in relation to agents and their work, in addition to setting forth the author’s thoughts and suggestions for improving the situation in this field.
    It emerged that there are some differences between the rules laid down by the Football Association and the general rules on agency, and furthermore the Football Association’s regulations do not fully conform to FIFA’s regulations. The outcome of the questionnaire was interesting, and it may be noted in particular that according to the outcome, more players have contracts with agents than is indicated in the Football Association’s files, and that players receive far more assistance from males than females when concluding contracts. The criticisms directed against the agents have mostly revolved around unnecessarily excessive fees, frequent conflict of interest issues, their relations with young players, and the number of unlicensed individuals engaged in these activities.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halldor_Smari_Sigurdsson_BA_16052014.pdf850.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna