is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19286

Titill: 
  • Borgaraleg óhýðni í ljósi tjáningarfrelsisákvæða íslensks réttar
  • Titill er á ensku Civil disobedience in the light of freedom of expression under Icelandic law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Borgaraleg óhlýðni hefur verið þekkt mótmælaaðferð í margar aldir, að minnsta kosti frá tíma forngrísku samtíðarmannanna Sókratesar og Sófaklesar. Á undanförnum áratugum hefur úrræðið náð fótfestu víðsvegar um heiminn og stuðlað hefur verið að margvíslegum og mikilvægum breytingum með borgaralegri óhlýðni. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun en greina má áhrif borgaralegrar óhlýðni á ýmsum sviðum íslensks samfélags. Í 2. kafla ritgerðarinnar er leitast við að skilgreina hugtakið „borgaraleg óhlýðni“ og í því skyni eru dregin fram þau álitaefni er varða skilgreininguna. Auk þess er reynt í kaflanum að varpa réttarheimspekilegu ljósi á aðgerðina.
    Tjáningarfrelsið, sem rekur rætur sínar til prentaldar, er iðulega skipað meðal mikilverðustu mannréttinda enda gegnir það lykilhlutverki í lýðræðislegu samfélagi. Helstu tjáningarfrelsisákvæði íslensks réttar, 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu tryggja meðal annars rétt til að grípa til mótmæla. Í þriðja kafla eru téð tjáningarfrelsisákvæði skýrð á ítarlegan hátt, að því marki sem inntak þeirra varðar borgaralega óhlýðni og umfjöllun um hana í 2. kafla.
    Leitast er við að svara þeirri spurningu í ritgerðinni, hvort borgaraleg óhlýðni njóti tjáningarfrelsisverndar að íslenskum rétti, einkum með hliðsjón af 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Rannsóknin lýtur hins vegar ekki að því, hvort tiltekin lög skerði tjáningarfrelsið á ólögmætan hátt. Rannsóknarspurningunni er svarað í 4. kafla, þar sem jafnframt er reynt að skýra hin raunhæfu og fræðilegu áhrif niðurstöðunnar.
    Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er sú, að borgaraleg óhlýðni rúmast ekki innan 73. gr. stjórnarskrárinnar eða 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Enn fremur er mjög dregið í efa, að önnur ákvæði stjórnarskrárinnar heimili borgaralega óhlýðni. Aukinheldur er sú ályktun dregin, að óæskilegt sé, einkum í ljósi kenninga um réttarríkið og hins hugmyndafræðilega grundvallar borgaralegrar óhlýðni, að lögfesta heimild til borgaralegrar óhlýðni.

  • Útdráttur er á ensku

    Since the days of Socrates and Sophocles, civil disobedience has been recognised as an effective method of protest. In recent decades, the phenomenon has gained a global foothold and has been the source of important social changes. Iceland hasn’t been left untouched by this development, as civil disobedience’s impact can clearly be noted in various aspects of the Icelandic society. In chapter 2 of the thesis, the term “civil disobedience” is defined and the problems regarding the definition are discussed. Furthermore, civil disobedience will be examined in the light of jurisprudence.
    Freedom of expression, which traces its origin to the invention of printing, is usually considered a fundamental human right, one that is essential for a democratic society. Under Icelandic law, freedom of expression is guaranteed by article 73 of the Icelandic constitution and article 10 of the European Convention on Human Rights. The right to protest is guarded by both provisions. In chapter 3, commentary on the said provisions is provided.
    This thesis is concerned with the question of whether civil disobedience enjoys a similar protection, under article 73 of the Icelandic constitution and article 10 of the European Convention on Human Rights, as ordinary legal protests. The thesis is not concerned with the question whether certain restrictions of the freedom of expression are legitimate or not. The conclusion is found in chapter 4 of the thesis. Practical and theoretical effects of the conclusion are also discussed in the chapter.
    The main conclusion of this thesis is that civil disobedience is not protected by article 73 of the Icelandic constitution and article 10 of the European Convention on Human Rights, in a similar manner as ordinary legal protests. Further, it is concluded, that it is not desirable, in the light of theories on the rule of law and the ideology of civil disobedience, to protect the resort by any legal provisions.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
borgaraleg ohlydni og tjaningarfrelsi.pdf785.63 kBLokaður til...01.05.2024HeildartextiPDF