is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1929

Titill: 
  • Landafræði tónlistarinnar : námsefni á vef og greinargerð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Námsefnið sem hér er sett fram heitir Landafræði tónlistarinnar og er hugsað fyrir grunnskólanemendur. Markmiðið er að kynna fyrir íslenskum nemendum menningu og tónlist sem er þeim framandi. Hér er um að ræða námsefni á vef sem er ætlað að samþætta tónmennt, samfélagsfræði og upplýsingatækni.
    Í framsetningu námsefnisins er lögð áhersla á upplifun, innsæi og skilning nemenda með það að leiðarljósi að tengja tónlistina við það menningarlega samhengi sem hún er sprottin úr. Námsefnið hefur einnig fjölmenningarlegt gildi og er ætlað að vera fræðandi og upplýsandi um efni sem ekki er svo mikið til um á íslensku.
    Landafræði tónlistarinnar fjallar um tónlist og menningu Túnis og Krítar. Krít er eyja sem á sér langa sögu og er vagga grískrar menningar og þá ekki hvað síst sögulega og tónlistarlega séð. Kríteyjarmenningin forna er upphafskafli í menningarsögu Grikklands og þar með allri Evrópu (Sigurður A. Magnússon. 1992:145). Túnis er hins vegar land sem á sér langa menningarlega sögu og býr yfir ýmsu áhugaverðu sem vert er að kynnast og þá ekki síst framandi tónlist. Markmiðið er að nemendur fái að kynnast tónlist og menningu þessara landa í myndum, tali og tónum.
    Hér er hægt að skoða vefsíðuna á Netinu: http://arifrodi.com/LT
    Lykilorð: Landafræði tónlistarinnar, upplýsingatækni, tónmennt, samfélagsfræði.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 18.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Landafræði_tónlistarinnar.zip75.97 MBOpinnVefur GNU ZIPSkoða/Opna
Greinargerð.pdf255.22 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna