is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19336

Titill: 
  • Umfjöllun fjölmiðla á málefnum tengdum næringu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í nútímasamfélagi. Hlutverk þeirra felst hvort tveggja í eftirlits- og aðhaldshlutverki og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjölmiðlar hafa jákvæð og neikvæð áhrif sem og meðvituð og ómeðvituð áhrif. Þeir hafa áhrif á einstaklinginn og samfélagið í heild sinni. Með umfjöllun sinni geta fjölmiðlar bæði stuðlað að ákveðinni hegðunarbreytingu og dregið úr eða aukið ákveðna hegðun. Á það bæði við um slíka hegðunarbreytingum hjá einstaklingum og samfélagshópum. Mikil umfjöllun fjölmiðla á ákveðnu málefni getur skapað umræður sem geta leitt til þess að reglur verði settar eða breytingar verði gerðar á fyrri reglum. Þó fjölmiðlar geti miðlað þekkingu er ekki þar með sagt að þær upplýsingar sem birtast í fjölmiðlum séu alltaf réttar. Þeir sem vinna við fjölmiðla glíma oft við tímaskort og takmarkað fjármagn sem getur komið niður á umfjöllun þeirra. Þegar mismunandi upplýsingar koma fram í fjölmiðlum getur almenningur misst trú á þeim upplýsingum sem fjölmiðlar koma fram með. Niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að fjölmiðlar séu vannýttur vettvangur fyrir næringarfræðilega umfjöllun og að marktækur munur sé eftir kynjum þar sem konur væru líklegri til að auka slíka umfjöllun fjölmiðla fremur en karlar
    Lykilorð: Fjölmiðlar, næring, næringarlæsi

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð lokaskil.pdf795.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna