is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19346

Titill: 
  • Stefnumótun fyrir fötluð börn og unglinga í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að leggja grunn að skýrri stefnu fyrir íþróttastarf fatlaðra barna og unglinga. Til þess að laga stefnuna sem best að þörfum hópsins, var leitast við að skoða tvo þætti sérstaklega: Annars vegar voru skoðaðar íslenskar og erlendar stefnur sem áttu sameiginlegt að miða að uppbyggingu íþrótta fyrir börn og unglinga og hins vegar hver mögulegur ávinningur væri fyrir fatlaða einstaklinga og samfélagið af íþróttastarfi fatlaðra. Niðurstaða verkefnisins er stiga skipt stefna sem er að mestu tímalaus. Stefnan á að marka öllum þeim braut sem vilja iðka íþróttir í þeim félögum sem starfa innan Íþróttasambands fatlaðra. Helstu áhersluþættir stefnunnar eru að auka félagslegan, andlegan og líkamlegan þroska iðkendanna og markmiðið, að þeir sem ungir hefja þátttöku í íþróttastarfi öðlist færni, tileinki sér þátttöku með iðkun íþrótta og leggi þannig grunn að heilbrigðum lífsháttum til frambúðar. Leiðarljós stefnunnar er að hún mæti misjöfnum þörfum iðkendanna og að allir hafi tækifæri á að ná sínum markmiðum. Helstu niðurstöður benda til að fatlaðir sem stunda íþróttir séu líklegri til að búa við betri heilsu en ef þeir stunduðu ekki íþróttir, séu sjálfstæðari og hamingjusamari. Einnig að stefna fyrir þennan hóp verði að vera sjálfstæð og sniðin að þörfum fatlaðra en þó hluti af þeirri heildarstefnu sem stjórnvöld og íþróttasamband Íslands hafa mótað sér. Út frá þessum niðurstöðum má álykta að mikilvægt sé að hvetja fatlað fólk til íþróttaiðkunar og bjóða uppá íþróttastarf sem tekur tillit til þeirrar sérstöðu sem fatlaðir búa við.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
STEFNUMÓTUN FYRIR FÖTLUÐ BÖRN OG UNGLINGA Í ÍÞRÓTTUM.pdf915.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna