is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19347

Titill: 
  • Skynmyndaþjálfun í golfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skynmyndaþjálfun hefur notið vinsælda á síðastliðnum árum og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á betri árangur með notkun skynmyndaþjálfunar. 13 kylfingar sem sóttu námskeið á vegum Golfkúbbsnins Keilis tóku þátt í rannsókninni. Kylfingunum var skipt niður í tvo hópa, rannsóknarhóp og samanburðarhóp. Rannsóknarhópurinn fékk leiðsögn í skynmyndaþjálfun og skynmyndaþjálfunaráætlun til fjögurra vikna. Samanburðarhópurinn stundaði golfæfingar líkt og rannsóknarhópurinn. Í upphafi rannsóknar var líkamsstaða í golfsveiflu metin af sérfræðingum sem og hversu nálægt fyrirfram ákveðnu skotmarki kylfingarnir hittu. Síðari mælingin fór fram fjórum vikum seinna eftir inngrip hjá rannsóknarhópi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að rannsóknarhópurinn bætti sig marktækt á höggum á tvö svæði, þeas. hópurinn sló kúlunum nær skotmarkinu eftir inngrip. Ekki fékkst marktækur munur á neinum þáttum samanburðarhópsins.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að skynmyndaþjálfun geti aukið nákvæmni golfhögga.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf723.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna