is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19381

Titill: 
  • Innleiðing áhættustjórnunar FSR
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna hvaða þekking og reynsla á áhættustjórnun er meðal verkefnastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR). Að auki er markmiðið að kanna viðhorf stofnunarinnar til þess að innleiða áhættustjórnun innan verkferla hennar. Einnig var kannað meðal verkefnastjóra FSR hvaða eiginleika þeir telja að verkefni þurfi að hafa til þess að áhættustjórnun sé notuð við undirbúning þeirra.
    Fyrirtæki, stofnanir og lönd um allan heim leggja sífellt meiri áherslu á áhættustjórnun. Ástæða þess er sú að áhættur í verkefnum geta haft gífurleg áhrif á framvindu og ávinning þeirra. Þar má nefna Bretland sem hefur gefið út leiðbeiningar til áhættustjórnunar fyrir opinberar framkvæmdir. Samkvæmt skilgreiningu áhættustjórnunarstaðalsins ISO31000 er áhætta skilgreind sem ,,áhrif óvissu á markmiðið” og hefur þannig bæði neikvæða og jákvæða eiginleika. Áhættustjórnun er kerfisbundin notkun á stjórnarstefnum, verkferlum og aðferðum við samskipti, ráðgjöf, auðkenningu, greiningu, mat, meðferð, vöktun og rýni áhættu. Með notkun áhættustjórnunar eykur hún virði og verndar verðmæti með því að auka líkur á að markmið tiltekinnar starfsemi náist. Áhættustjórnun eykur líkur á að verðmætasköpun verði meiri og að markmið tiltekinnar starfsemi náist. Árið 2009 kom áhættustjórnunar-staðalinn ISO31000 út en hann er sá staðall sem höfundur mælir með að FSR noti við innleiðingu áhættustjórnunar í verkferlum stofnunarinnar.
    Alls tóku 14 verkefnastjórar FSR af 21 þátt í rannsókninni. Þekking þeirra á áhættustjórnun reyndist vera takmörkuð en það kemur ekki á óvart þar sem hvergi kemur fram í verklagsreglum stofnunarinnar að nota skuli áhættustjórnun. Meira en helmingur þátttakenda rannsóknarinnar sögðust vera sammála eða mjög sammála um að áhættustjórnun auki líkurnar á því að verkefni uppfylli kostnaðarmarkmið og leiði til betri ákvörðunartöku. Tæpur þriðjungur sagðist vera mikið eða mjög mikið jákvæður því að hagnýta sér áhættustjórnun í verkefnum fyrir FSR og sambærileg niðurstaða kom í ljós þegar spurt var um hver áhuginn væri að hagnýta ISO31000 í verkefnum fyrir FSR. Loks kom í ljós að sá eiginleiki sem þátttakendum þótti vera mikilvægastur til þess að áhættustjórnun sé notuð undirbúning verkefna stofnunarinnar, reyndist vera öryggi á vinnustað. Niðurstaða þessa hluta rannsóknarinnar var svo notaður til þess að hanna flokkunarkerfi fyrir verkefni stofnunarinnar í þeim tilgangi að ákvarða hvaða verkefni skuli gangast undir áhættustjórnun.
    Lykilorð: Áhættustjórnun, áhætta, líkindi, áhrif, afleiðingar.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this study is to investigate how knowledge and experience in risk management is among the employees of Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) as well examine the opinion of the organization to implement risk management processes within it. Moreover it was examined among project managers in the organization what elements they think a project should have so it´s necessary to use risk management in the preparatory of the project.
    Companies, organizations and countries around the world increasingly emphasize risk management. The reason is that the risk whitin projects can have an enormous impact on its progress and benefits. Britain is among countries that have release a guideline for risk management for government projects. According to risk management standard ISO31000 risk is defined as ,,the impact of uncertainty on the objective” and thus has both negative and positive qualities. Risk management is a systematic use of administrative policies, procedures and methods of communication, consultation, identification, analysis, evaluation, treatment, monitoring and review of risk. By using risk management it is more likely to increase the value and the goals of a specific activity will more likely be achieved. In 2009 risk management standard ISO3100 was published but it is the standard that the author recommends FSR to use in the implementation of risk management process in the organization.
    A total of 14 project managers in FSR of 21 participated in the study. Their knowledge of risk management was found to be limited, but that is not surprising since that it appears that nowhere in the organization´s procedures risk management is used. More than half of the participants said they agree or strongly agree that risk management increases the likelihood that the project meets it cost objectives and lead to better decision making. Nearly one-third of participants said that they are very or very much positive to utilize risk management for FSR project´s and a similar outcome was revealed when they were asked what the interest would be to utilize ISO31000 for FSR projects. Finally it was revealed that the element the participants thought that was the most important so that risk management is used in the preparation of the organization projects proved to be safety in the workplace. The outcome of this part of the study was used to design a classification system for the organization projects in order to determine which projects should carry out with risk management.
    Key words: Risk management, risk, likelihood, impact, consequences.

Samþykkt: 
  • 26.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innleiðing áhættustjórnunar FSR.pdf2.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna