is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19407

Titill: 
  • Á siðfræði erindi í viðskiptafræði? Sjónarhorn kennara í viðskiptafræði í háskólum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar efnahagshrunsins vaknaði umræða um ábyrgð háskóla á viðskiptasiðferði. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er innlegg í þá umræðu. Markmið hennar er að kanna viðhorf og áhuga kennara og stundakennara í viðskiptafræði í háskólum á Íslandi á að kenna siðfræði. Í ljósi þess að kennarar eru mikilvægir hagsmunaaðilar viðskiptafræðimenntunar er brýnt og áhugavert að skoða sjónarhorn þeirra eins og gert hefur verið víða erlendis. Spurningakönnun var lögð fyrir 159 kennara og stundakennarar viðskiptadeilda í fjórum háskólum hér á landi. Svör bárust frá 56 þátttakendum. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru í fyrsta lagi að kennarar eru sammála því að skólarnir beri ábyrgð á því að efla siðferðiskennd nemenda sinna. Þeir virðast þó ekki sýna þann áhuga í verki því þeir hafa lítið aukið við kennslu í siðfræði eftir efnahagshrunið. Í öðru lagi benda niðurstöður til þess að tímaskortur sé helsta ástæða þess að ekki sé lögð meiri áhersla á siðfræði og kalla eftir auknu samstarfi og umræðu við samkennara sína, atvinnulífið og aðra háskóla í landinu. Í þriðja lagi telja kennarar að siðfræði ætti að vera skyldugrein í háskólanámi og vilja blanda saman þeim nálgunum að kenna siðfræði í sérnámskeiði ásamt því að flétta hana inn í hvert námskeið í gegnum allt námið.

Samþykkt: 
  • 28.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs.c_Asdis_Kristjana_2014.pdf680.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna