is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19448

Titill: 
  • Leiðin til Klapplands : hönnun og prófun námspilsins Klappland – pólítískur ómöguleikur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þróun á námspilinu Klapplandi og prófun á því í spilun í framhaldsskólum. Klappland er hlutverka- og hermileikur þar sem líkt er eftir kosningum og stjórnarmyndun í ímynduðu landi. Í ritgerðinni er fjallað um fræðilegar kenningar um námspil og uppbyggingu þeirra. Tekin eru til umræðu sjónarmið úr kennslufræðum og notkun á spilum í kennslu sett í samhengi við þau. Grunnþættir og lykilhæfni úr Aðalnámskrá framhaldsskóla eru rædd og spilið tengt þeim, einkum lýðræði, sköpun og læsi. Klapplandi er svo lýst ítarlega og hver þáttur spilsins settur í fræðilegt samhengi eftir því sem hægt er og settar fram hugmyndir um notkun þess í kennslu ólíkra námsgreina. Rannsóknin í verkefninu er fólgið í tilraunakennslu þar sem spilið var prófað með nemendahópum í þremur framhaldsskólum. Aðferðafræði rannsóknarinnar var af meiði starfendarannsókna, tilviksrannsókna og sviðslistafræða. Niðurstöður benda til að nemendur séu virkir í spilinu, spilið virki sköpunargáfu þeirra, styrki þá félagslega og veiti þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum. Ekki er hægt að áætla af niðurstöðum hversu mikla fagþekkingu nemendur tileinka sér við spilun. Almenn niðurstaða er að notkun hlutverkaleikja, eins og þessa spils, sé vinnulag sem rannsóknir sýna að virki vel og gæti orðið mikilvægur þáttur í að auka fjölbreytni í fremur einsleitu námsumhverfi framhaldsskólans.

  • Útdráttur er á ensku

    The road to Klappland – the design and testing of Klappland, a political role playing game
    This dissertation is about the development of the academic game Klappland and playtests where the game was tried out among college students. Klappland is a role playing game where elections and government formation in an imagined country are simulated. The dissertation includes discussion on theories on games and their structure. Views of educational theorists are taken into consideration and put into the context of using games for teaching. The game is discussed in relation to fundamental ideas in a new national curriculum; especially democracy, creativity and literacy. Klappland is described in detail in the appropriate pedagogical and theoretical framework and guidelines for its possible use in different subjects presented. Playtesting in three different colleges in Iceland is then discussed. This research was carried out using methods from action research, case studies and performance studies. The conclusions suggest that students are active in playing, the game activates their creativity, strengthens them socially and trains their democratic skills. No conclusions can be drawn concerning knowledge acquisition based on these findings. A general conclusion is that the use of role playing games is a teaching tool that research has shown to be effective and could play an important role in increasing diversity in the rather homogeneous learning environment of Icelandic colleges.

Styrktaraðili: 
  • Þróunarsjóður námsgagna, RANNÍS
Samþykkt: 
  • 1.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Med Ármann Halldórsson.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna