is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19452

Titill: 
  • The promiscuity of alkaline phosphatase against nucleotides and sugar phosphates. Computational analysis and kinetics
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Alkalískir fosfatasar eru algeng prótín í náttúrunni sem hvata vatnsrof fosfathópa. Þeir sýna því umtalsverða fjölvirkni gagnvart hinum ýmsu efnum t.d. núkleótíðum og fosfatsykrum og hafa alkalískir fosfatasar verið notaðir til þess að affosfórýlera núkleótíð svo sem ATP. Árið 2008 höfðu þau Bjarni Ásgeirsson og Guðrún Jónsdóttir rannsakað fjölvirkni alkalískra fosfatasa úr Vibrio sjávarörveru, E.coli, kálfi og þorski. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að alkalískur fosfatasi úr Vibrio gat ekki affosforýlerað ADP og ATP en affosforýleraði hinsvegar AMP. Aftur á móti gat alkalískur fosfatasi úr E. coli affosforýlerað AMP, ADP og ATP.
    Markmið þessa BS verkefnis var að kanna aftur fjölvirkni alkalísks fosfatasa úr Vibrio og E. coli til staðfestingar með því að mæla styrk ólífræns fosfats sem myndaðist eftir hvarf fosfatasanna við núkleótíðin með annarri aðferð en Guðrún Jónsdóttir hafði notað. Einnig voru gildin Km og kcat ákvörðuð með Michaelis-Menten hraðafræði. Stuðst var við tölvulíkönin AutoDock Vina og PyMol til þess að skýra mismunandi sértækni ensímana.
    Niðurstaðan var sú að enginn munur var á sértækni ensímanna með tilliti til núkleótíðanna. Aftur á móti var munur á hraðaföstunum enda munur á stellingum hvarfefna í hvarfstöðvum ensímana samkvæmt tölvulíkaninu.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
The promiscuity of alkaline phosphatase against nucleotides and sugar phosphates.pdf2.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna