EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1946

Title
is

Hver er bakgrunnur ungra íþróttamanna : fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar

Abstract
is

Lokaritgerð þessi er unnin til B.A.-prófs við Kennaraháskóla Íslands vorið 2008. Í ritgerðinni er greint frá rannsókn sem fjallar um íþróttalegan bakgrunn ungra afreksíþróttamanna. Hóparnir sem voru valdir eru elítu hópar hjá sínum sérsamböndum. Þátttakendur lögðu stund á handknattleik, körfuknattleik og frjálsar íþróttir. Þátttakendur í rannsókinni voru 65 talsins, 51,7% stúlkur og 48,3% piltar. Þátttakendur voru kallaðir á fund þar sem þeir svöruðu spurningalista. Spurningarlistinn var 6 blaðasíður og innihélt fjölþættar spurningar sem náðu yfir kyn, fæðingarár, íþróttalegan bakgrunn, búsetu, fjölbreytta íþróttaiðkun og skulbindingu þeirra sem upprennandi afreksmanna til íþróttaiðkunar í dag. Spurningarnar voru 22 talsins.
Rannsókn þessi gefur ágæta mynd af bakgrunni ungs íþróttafólks á Íslandi. Það kemur fram að íþróttalegur bakgrunnur leikmanna er fjölbreyttur, þar sem stór hluti þátttakenda stundaði fleiri en eina íþróttagrein samhliða eða áður en þau byrjuðu að stunda sína íþróttagrein. Það sýna niðurstöður að hlutverk foreldra og vina er mikilvægt ásamt hlutverki þjálfara. Einnig benda niðurstöður til þess að þátttakendur í rannsókninni hugsa vel um sig sem íþróttamenn þar sem þeir leggja áherslu á gott mataræði og hvíld í tengslum við sína íþróttaiðkun.
Út frá rannsókninni má halda fram að mikilvægt er að hlúa vel að íþróttastarfi barna og ungmenna þar sem félagslegt umhverfi þeirra hefur áhrif á þátttöku þeirra og árangur í íþróttum.
Lykilorð: Ungir afreksíþróttamenn.

Comments
is

Tómstunda- og félagsmálabraut

Accepted
24/09/2008


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
KHI SA BA lokaritg... .pdf646KBLocked Complete Text PDF