is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19461

Titill: 
  • Drög að staðli um leigusamninga og áhrif á Eimskipafélag Íslands hf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um drög að nýjum staðli um leigusamninga og möguleg áhrif þess á reikningsskil og kennitölur Eimskipafélags Íslands, verði drögin að veruleika. Verkefninu er skipt upp í tvo hluta. Fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun og seinni hlutinn er verkefni unnið í samstarfi við Eimskip.
    Í fræðilegum hluta ritgerðarinnar er fjallað um alþjóðlega reikningsskilaráðið, ferlið sem nauðsynlegt er til að reikningsskilastaðall sé settur og notkun reikningsskilastaðla. Farið er yfir staðalinn eins og hann er í dag, drög að nýjum staðli og hverjar breytingarnar verða ef staðallinn verður samþykktur. Skoðuð eru áhrif draganna á fyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum en mest áhersla er þó lögð á flutningafyrirtæki.
    Í verkefnahluta ritgerðarinnar eru allir rekstrarleigusamningar Eimskipafélags Íslands flokkaðir niður í samræmi við drög að nýjum staðli og færðir inn í efnahags- og rekstrarreikning í samræmi við það. Nokkrar kennitölur eru valdar til þess að meta hvaða áhrif drögin myndu hafa. Niðurstöðurnar sýna að EBITDA hækkar, EBIT hækkar einnig en ekki jafn mikið og EBITDA. Vaxtaþekja helst stöðug og breytist varla, en smávægileg breyting verður á hlutfalli skulda á móti eignum og eiginfjárhlutfalli.
    Höfundar telja ekki miklar líkur á að drögin verði samþykkt eins og þau standa í dag, en telja þó að sá dagur muni koma þar sem leigusamningar muni koma fram á efnahagsreikningi.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs - lokaskil.pdf786.32 kBLokaður til...01.05.2035HeildartextiPDF

Athugsemd: Ritgerð þessi inniheldur trúnaðarupplýsingar