is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19464

Titill: 
  • „Engar Súkkulaðikleinur” -Reynsla framkvæmdastjóra af áhrifum kynjakvóta á starfshætti stjórna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tilgang og áhrif nýtilkominnar lagasetningar um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Áhrif lagasetningarinnar var könnuð með því að skoða stjórnir sem töldust einsleitar áður en lögin tóku í gildi en innihalda nú stjórnarmenn af báðum kynjum. Kannað var hvort munur sé á starfsemi stjórnanna eftir breytinguna. Í þessari rannsókn var einsleitni í stjórnum skoðuð með tilliti til kyns stjórnarmeðlima og taldist stjórn einsleit ef hún hafði einungis meðlimi af öðru kyninu. Fjölbreytni á því við um stjórnir sem innihalda einstaklinga af báðum kynjum. Rannsóknarspurningin var „Finna framkvæmdastjórar fyrirtækja mun á starfsháttum stjórnarinnar þegar konur hafa bæst við stjórnarborðið?” Þar sem hún krefst dýpri skilnings en fenginn yrði úr megindlegri rannsókn, var notuð eigindleg rannsóknaraðferð. Djúpviðtöl voru tekin við alls níu einstaklinga. Þátttakendur rannsóknarinnar voru allir framkvæmdastjórar sem vinna náið með stjórn þess fyrirtækis sem þeir starfa hjá. Tölvupóstur var sendur á fjórtán manna úrtak þar sem útskýrður var fyrir þeim tilgangur rannsóknarinnar og þeir beðnir um að taka þátt. Þegar viðtölin fóru fram var notast við fyrirfram ákveðinn umræðuramma til þess að stýra viðtölunum. Tvær tilgátur voru settar fram í tengslum við rannsóknarspurninguna. Fyrri tilgátan var að framkvæmdarstjórinn finni mun á starfsháttum stjórnarinnar þegar konur hafa bæst við stjórnarborðið. Seinni tilgátan var að framkvæmdarstjórar telji eitt af einkennum góðra stjórna að í þeim sitji einstaklingar af báðum kynjum. Tilgáturnar fengust staðfestar í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
A4 LOK2 secured.pdf807.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna