is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19470

Titill: 
  • Lykilþættir fundarmenningar: Fræðileg nálgun og rannsókn hjá Símanum hf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um fundi innan íslensks fyrirtækis. Fundarmenning fyrirtækisins var greind út frá lykilþáttum og því hvort framlag þátttakenda hefði áhrif á lykilþættina. Mat þátttakenda á fundarmenningu var greint út frá stöðu þeirra innan fyrirtækisins og einnig það hvort fjöldi fundarmanna hefði áhrif á þátttöku þeirra á fundinum.
    Rannsóknin er fyrirtækjaverkefni í samstarfi við Símann hf. og var eigindleg og megindleg rannsókn með þýði sem taldi 541 einstakling. Rannsóknin samanstóð af gerð mælitækja, framkvæmd athugunar og spurningalista ásamt úrvinnslu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að lykilþættir fundarmenningar eru fjórir, Stjórnun, Undirbúningur, Fundargerð og Tímastjórnun. Þátttaka fundarmanna hefur áhrif á lykilþætti fundarmenningar. Huglægt mat á lengd funda er ekki í samræmi við lengd þeirra. Staða innan fyrirtækis hefur áhrif á upplifun starfsmanna af fundarmenningu og fjöldi fundarmanna hefur áhrif á þátttöku þeirra innan hvers fundar.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lykilþættir_fundamenningar_Árni_DagnýII.pdf787.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna