is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19494

Titill: 
  • Trú á eigin getu, viðhorf og árangur nemenda í rúmfræði með aðstoð forritsins GeoGebra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif notkunar GeoGebra í
    stærðfræði– með áherslu á rúmfræði– á nám nemenda með því að skoða
    tengsl milli trúar þeirra á eigin getu, viðhorfs til stærðfræði/rúmfræði og árangurs þeirra.
    Lögð var áhersla á möguleika sem felast í uppgötvunarmiðuðu námskeiði með aðstoð forritsins GeoGebra sem boðið var nemendum á almennri braut, „Brautabrú“, við Kvennaskólann í Reykjavík.
    Rannsóknin er unnin með blandaðri aðferðafræði og niðurstöður hennar byggjast á spurningakönnunum fyrir og eftir þátttöku nemenda í rannsókninni og viðtölum við nemendur og umsjónarkennara þeirra að rannsókn lokinni. Úr greiningu gagna komu fram vísbendingar um aukin árangur nemenda í rúmfræði og trú þeirra á eigin getu í rúmfræði eftir innleiðingu forritsins GeoGebra í námsumhverfi þeirra. Niðurstöður gáfu meðal annars til kynna að getuminni nemendur í stærðfræði telji viðhorf sitt til rúmfræði hafa breyst eftir innleiðingu forritsins GeoGebra í námi þeirra. Að auki leiddi það til þess að bæði sjálfstraust þeirra og árangur í stærðfræði hefur aukist.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexandra Viðar.pdf2.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna