is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19499

Titill: 
  • Sköpun í list-og verkgreinum : hugmyndir að verkefnum fyrir yngsta stig grunnskólans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með verkefninu var að athuga hvaða hugmyndir og kenningar liggja til grundvallar list- og verkgreinakennslu ungra barna, þætti sköpunar í skólastarfi og kennslu sem fer fram í lotum. Þá var einnig skoðað hvernig koma megi til móts við margbreytilega nemendahópa. Til umfjöllunar eru námsgreinarnar leiklist, myndmennt og textílmennt.
    Verkefnið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er fræðileg greinargerð þar sem rætt er um fjölbreytni í námi og hvernig koma megi til móts við margbreytilegan nemendahóp og vinna að lýðræði og sköpun í skólastarfi. Því næst er fjallað um list- og verkgreinar og lotubundna kennslu. Leitað er svara við því hvers vegna mikilvægt er að ung börn fái að kynnast list- og verkgreinum og fást við margbreytileg verkefni. Einnig er skipulag kennslu í lotum kannað og hvernig það getur nýst við kennslu í list- og verkgreinum.
    Seinni hlutinn er hugmyndasafn með 30 hugmyndum að verkefnum, tíu fyrir hverja námsgrein, þ.e.a.s. leiklist, myndmennt og textílmennt. Hugmyndirnar eru ætlaðar kennurum sem kenna list- og verkgreinar í lotum á yngsta stigi grunnskóla og miðað er við fyrsta og annan bekk. Verkefnin eru útbúin með það í huga að koma til móts við þarfir ólíkra nemenda og jafnframt er stuðst við hæfniviðmið núgildandi aðalnámskrá grunnskóla frá 2013. Þegar nemendur takast á við verkefnin fá þeir tækifæri til að velja eigin leiðir til að leysa þau og nýta sköpunarhæfileika sína. Vonandi nýtast þau kennurum til að skapa jákvætt andrúmsloft í kennslustofunni og skemmtilega og lærdómsríka kennslustund.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Rakel Hafsteinsdóttir.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna