is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19520

Titill: 
  • Sjálfbærni og vísindi í leikskólastarfi : breytingar á leikskólastarfi við þátttöku í starfendarannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig starfshættir í leikskóla þróast við þátttöku í starfendarannsókn þar sem unnið er með námssviðið sjálfbærni og vísindi. Í því fólst að fá innsýn í hvernig unnið var með börnunum í tengslum við umrætt námssvið. Einnig að skoða hvaða áhrif þátttaka í verkefninu hafði á kennara hvað varðaði viðhorf, starfshætti og nám barnanna.
    Gagna sem var aflað voru viðtöl við einn leikskólakennara og einn leiðbeinanda í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Fundir sem haldnir voru með fyrrgreindum leikskólakennara, leiðbeinanda, öðru starfsfólki deildarinnar, stjórnendum leikskólans og sérfræðingi í verkefninu voru hljóðritaðir eða nótur skrifaðar. Einnig voru dagbækur frá fyrrgreindum leikskólakennara og leiðbeinanda, sem þeir héldu í tengslum við áðurnefnda starfendarannsókn skólaárið 2012–2013, notaðar sem gögn ásamt eigin dagbók. Sex þemu komu fram við greiningu gagnanna en þau eru; áhugi barna og forvitni, reynsla af efnislegu umhverfi, mótun viðhorfa, nám og leikur, valdefling barna og sjálfstraust þátttakenda.
    Markverðustu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur öðluðust aukið sjálfstraust til að vinna með börnum að viðfangsefnum sem tengjast námssviðinu sjálfbærni og vísindi. Þeir fengu einnig aukið sjálfstraust til að kenna umrætt námssvið sem kom fram í breyttum starfsháttum tengdum þessu námssviði. Merkja má í niðurstöðunum að vaxandi áhersla er á valdeflingu barna meðan á rannsókninni stendur. Þátttakendum fannst eftir þátttöku í þessu verkefni að þeir hlustuðu meira á raddir barnanna, það er á skoðanir og áhugasvið þeirra.
    Helstu ályktanir af niðurstöðum þessarar rannsóknar eru þær að þátttaka í starfendarannsókn leiði til breytinga á starfsháttum leikskólakennarar og leiðbeinenda. Frá því að vera með fyrirfram ákveðin verkefni fyrir börnin, sem hinn fullorðni ákveður, í að hlusta á raddir barnanna. Einnig má draga þá ályktun af niðurstöðunum, að með þátttöku í starfendarannsókn verði þátttakendur meira vakandi fyrir því að grípa þau tækifæri sem gefast í dagsins önn, í starfi og leik með börnunum.

  • Útdráttur er á ensku

    Sustainability and science in preschool
    The central aim of this research is to examine how the activities and practices in a preschool develop through participation in action research that focuses on sustainability and science. The research sought to obtain insight into the ways in which the staff worked with the children on the abovementioned subjects. Additionally, the goal was to determine how the participation in the project influenced the teachers in terms of their views, practices and the children’s learning.
    The data gathered consisted of interviews with one preschool teacher and one teaching assistant in a preschool in Reykjavík. The meetings with the preschool teacher, the teaching assistant, other staff of the preschool, the administration and the project specialist, were recorded or transcribed. Furthermore, dairies, kept by the preschool teacher and the teaching assistant in relation to the aforesaid action research during the school year 2012 to 2013, were included as data, along with my own diary. Six themes emerged through the analysis of the data, namely: The children’s interest and curiosity, experience of the physical environment, the shaping of views, learning and play, the children’s empowerment and the participants’ confidence.
    The most noteworthy findings of the research are that the participants gained increased confidence in working with the children on subjects connected with sustainability and science. They also gained more confidence in teaching the subjects in question, which was manifested in the fact that the approach to the teaching of these subjects changed. In the findings, one can note a growing emphasis on the children’s empowerment during the research period. The participants claimed that, following the research, they were more open to the voices of the children, i.e. to their views and interests.
    The main conclusions of the research are that participation in action research leads to changing of practice in the work of preschool teachers and teaching assistants. From offering the children predefined assignments, decided by the adult, to listening more closely to the children’s voices. It is also possible to draw the conclusion that by participating in action research, the participants become more alert to the opportunities that emerge in their daily activities in work and play with children.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Guðrún Pálsdóttir.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna