is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19554

Titill: 
  • „Kennarar þurfa að taka meira mark á þessu“ : er munur á viðhorfum nemenda og kennara til kennslumats nemenda?
  • Titill er á ensku Comparing teachers' and students' perspectives on student evaluation of teaching
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kennslumat nemenda, þar sem nemendur svara spurningum um kennslu og kennara, er ein algengasta aðferðin til að meta gæði kennslu í skólum á efri skólastigum víða um heim, þar á meðal hér á landi. Miklar deilur hafa verið meðal fræðimanna um ágæti þeirrar aðferðar og efast margir um réttmæti og áreiðanleika slíkra gagna. Fleiri telja þó að færð hafi verið sterk rök fyrir því að með kennslumati nemenda megi fá áreiðanlegar og réttmætar upplýsingar sem nota megi til að bæta kennslu og skólastarf.
    Með rannsókninni var leitast við að bera saman viðhorf nemenda og kennara í framhaldsskólum til ólíkra þátta kennslumats nemenda. Þá vildi rannsakandi kanna hvort munur væri á hugmyndum nemenda og kennara um það hvernig hinn hópurinn hegðaði sér í tengslum við kennslumat nemenda og þess hvernig sá hópur hegðaði sér í raun.
    Þátttakendur voru 289 nemendur og 188 kennarar úr framhaldsskólum landsins, eða 477 alls. Hvor hópur svaraði spurningalista um afstöðu sína til ýmissa þátta er tengjast kennslumati nemenda. Nemendur voru spurðir um eigin hegðun þegar þeir meta kennslu og hugmyndir þeirra um hvernig kennarar taka á upplýsingum fengnum úr slíku mati. Kennarar voru spurðir um hugmyndir sínar um hegðun nemenda í kennslumati og hvernig þeir sjálfir fara með þær upplýsingar sem þeir fá með þessum hætti.
    Bæði nemendum og kennurum fannst mikilvægt að nemendur fengju tækifæri til að leggja mat á kennslu. Víða kom þó í ljós mikill munur á hugmyndum hópanna tveggja. Kennarar virðast til dæmis nýta sér upplýsingar úr kennslumati nemenda meira en nemendur búast við og taka meira mark á þeim. Nemendur hafa mikla trú á eigin færni til að meta kennslu og töldu sig leggja frekar mikla hugsun í svör sín en kennarar höfðu minni trú á því.
    Í svörum við opnum spurningum kom oft fram hvatning frá nemendum til kennara að nýta sér endurgjöf þeirra betur til breytinga. Til að kennslumat nemenda gagnist sem best er mjög mikilvægt að nemendur svari samviskusamlega og leggi sig fram við matið. Jafnframt verða kennarar að vera tilbúnir til að hlusta á það sem fram kemur og leita leiða til úrbóta þegar á þarf að halda.

  • Útdráttur er á ensku

    Student evaluation; where students answer questions on teaching and teachers, is a popular method to evaluate the quality of teaching in higher education around the world, including in Iceland. Researchers have long debated this subject, however, most believe there to be strong evidence for the validity, reliability and utility of student evaluation of teaching.
    The aim of this study was to compare the views of students and teachers in upper secondary schools towards various aspects of student evaluation of teaching.
    Participants were 289 students and 188 teachers in upper secondary schools in Iceland, 477 in total. Each group answered a questionnaire about their views towards different aspects relating to student evaluation. Students were asked about their own behavior when evaluating teaching and their ideas on how teachers deal with the subsequent information from their evaluation. Teachers on the other hand were asked about their thoughts on student behavior in the student evaluation and how they themselves treat information received in this way.
    The findings showed that both students and teachers viewed it as important that students were given the opportunity to evaluate teaching. However, the groups’ perspectives differed in many ways. Teachers seem to take more notice of student evaluation than students expect. Whereas students feel competent in their ability to evaluate teaching and reported putting a lot of thought into their answers. On the other hand, teachers were less convinced.
    To conclude, answers to open questions revealed encouragement from students to teachers to make greater use of student feedback to promote change. Therefore to utilize student evaluation to its full effect, it is very important that students apply themselves and answer conscientiously. Additionally, teachers must be prepared to take note of the results and seek ways to improve when needed.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Kennarar þurfa að taka meira mark á þessu“ Er munur á viðhorfum nemenda og kennara til kennslumats nemenda.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna