is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19564

Titill: 
  • Útikennsla fyrir nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Grundarfjarðar : greinargerð og verkefni
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um útikennslu fyrir yngsta stig í Grunnskóla Grundarfjarðar. Verkefnið er tvískipt, annars vegar fræðileg greinargerð og hins vegar hugmyndir og leiðbeiningar um útikennslu fyrir kennara í Grunnskóla Grundarfjarðar. Markmiðið með verkefninu er að varpa ljósi á gildi útikennslu í námi barna á yngsta stigi grunnskólans og að útbúa verkefni sem nýst geta kennurum í Grunnskóla Grundarfjarðar.
    Í fyrri hlutanum er leitað svara við rannsóknarspurningunni: Hvað skiptir máli þegar útikennsla er skipulögð? og fjallað um kenningar um nám og rannsóknir tengdar útikennslu og áherslur Aðalnámskrár grunnskóla (2011 og 2013). Reynslan sem nemendur öðlast á vettvangi í útikennslu er mikilvæg forsenda fyrir því að nemendur myndi tengsl við umhverfið. Niðurstöður rannsókna og þróunarverkefna um gildi útikennslu eru ræddar. Samkvæmt þeim hefur útikennsla góð áhrif á marga þætti í námi nemenda, t.d. eflir hún hreyfifærni, vit- og félagsþroska nemenda og stuðlar þannig að bættum námsárangri og betri líðan.
    Seinni hluti verkefnisins er safn útikennsluverkefna sem eru gerð fyrir kennara. Verkefnin eru fjölbreytt og ýta undir samþættingu í námi barnanna. Til dæmis eru verkefni sem tengjast sjávarútvegi, fjörunni, íslensku húsdýrunum, fuglum, smádýrum og gróðri. Tilgangur þeirra er m.a. sá að nemendur fái tækifæri til að læra í fjölbreyttu námsumhverfi og að auka þekkingu, reynslu og áhuga nemenda á náttúrunni og umhverfinu. Verkefnin eru miðuð við ákveðin svæði en í flestum tilvikum er auðvelt að yfirfæra þau á önnur svæði.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - tilbúið.pdf1.67 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna